is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34421

Titill: 
  • Innleiðing tækninýjunga í greiðslumiðlun. Staða Íslands í samanburði við nágrannalönd
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Stöðug þróun er í greiðslumiðlun vegna þeirra möguleika sem bjóðast með tilkomu fjártækni. Með komu nýrra fyrirtækja, nýrrar tækni og samkeppni frá nýjum aðilum á markað eiga fjármál eftir að umbreytast. Viðfangsefni ritgerðarinnar er helsti áhrifavaldur breytinga í greiðslumiðlun sem er fjártækni og staða Íslands í samanburði við nágrannalönd í innleiðingu tækninýjunga í greiðslumiðlun. Sú þróun tækninnar sem við kemur fjármálum frá upphafi eru þeir mörgu eiginleikar sem fjártæknin felur í sér. Mörg fjártæknifyrirtæki hafa verið stofnuð á síðustu árum og keppast þau við að finna nýjar lausnir sem spara okkur tíma við daglegar athafnir og einfalda líf okkar og er fjártækniumhverfið á Íslandi alls ekki undanskilið þessari þróun. Krafa neytenda breytist í samræmi við þróunina í tækninni sem er til staðar og vilja þeir að hlutirnir gerist hratt og vandræðalaust. Nýjasta dæmið í bönkunum er Apple Pay, þjónusta sem bankarnir eru byrjaðir að bjóða upp á fyrir viðskiptavini sína, þar sem hægt er að greiða með snjallsímanum. Smáforrit sem notuð eru til að greiða í gegnum snjallsíma hafa verið að hasla sér völl á fjármálamarkaðinum en innleiðing nýrra tilskipana er fyrirboði breytinga á fjármálamarkaði. Þróunin er knúin áfram af fyrirtækjum sem nýta sér tækni á við bálkakeðjur (e. blockchain) og aðra umbreytingatækni til að bregðast við breyttri hegðun neytenda og koma með aðgengilegri og hraðari þjónustu frá hinum stafrænu kynslóðum. Fjártækni er framtíðin og með öflugri fræðslu, skilvirkum ferlum og skýrum kostum á markaði er öllum greiði gerður. Sá greiðslumiðill sem er talinn líklegastur til þess að taka við af reiðufé er rafeyrir sem byggir á bálkakeðjutækni og yrði gefinn út af seðlabönkum.

Samþykkt: 
  • 11.9.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/34421


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BSlokaritgerd.pdf602.17 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlysing.jpg64.52 kBLokaðurYfirlýsingJPG