is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34424

Titill: 
  • Kvenvæðing þjónustustarfa á 19. öld. Samanburður á kvenvæðingu þjónustustarfa á Íslandi og í Evrópu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi er lokaverkefni til B.A prófs við Sagnfræðideild Háskóla Íslands. Markmið ritgerðarinnar er að skoða kynjahlutfall vinnufólks hérlendis á árunum 1850 til 1901 og bera þróun þess hérlendis saman við þá þróun sem átti sér stað á Norðurlöndum og í Englandi þar sem áberandi „kvenvæðing“ (e. feminisation) þjónustustarfa átti sér stað á nítjándu öld. Skoðuð voru manntöl úr sex sýslum – Austur-og Vestur-Skaftafellssýslum, Húnavatnssýslu, Dalasýslu, Snæfellsnessýslu og Gullbringusýslu – frá árunum 1850, 1870, 1890 og 1901. Með þeim hætti var fengin greinargóð mynd af þróun kynjahlutfalls vinnuhjúa sem og hlutfalli vinnufólks af heildarmannfjölda í umræddum sýslum á milli áratuga á síðari hluta nítjándu aldar og við upphaf þeirrar tuttugustu. Niðurstaða rannsóknarinnar bendir til þess að þjónustustörf, þ.e.a.s. starfstétt vinnuhjúa, hérlendis hafi ekki kvenvæðst með þeim hætti sem sýnt hefur verið fram á erlendis. Þvert á móti lækkaði hlutfall vinnuhjúa af báðum kynjum nokkurn veginn í takt niður á við á síðasta áratug nítjándu aldar, áður en vistarbandið sjálft fjaraði að lokum út í upphafi tuttugustu aldar og vinnuhjú hurfu af sjónarsviði sögunnar.

Samþykkt: 
  • 11.9.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/34424


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Alda_Bjork -BA.pdf596.91 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing um meðferð lokaritgerðar.pdf160.32 kBLokaðurYfirlýsingPDF