is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/34425

Titill: 
  • „Ég held að ég sé fyrst og fremst kona þegar ég mála“: Jóhanna Kristín Yngvadóttir listmálari
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Lokaritgerð þessi er til BA prófs í listfræði við Háskóla Íslands. Í ritgerðinni er fjallað um Jóhönnu Kristínu Yngvadóttur og hennar stutta feril sem málari að expressjónískri hefð. Fjölskylduaðstæður hennar eru skoðaðar lítillega auk þeirrar leiðar sem hún fór að sinni sköpun. Hún fór mörgum orðum að því að segja hvernig lífið hennar hafði áhrif á hennar málverk. Hún sagði ófáar setningar þess efnis í viðtölum á þeim stutta ferli sem hún átti að tilfinningar komu fram á striga hjá henni. Hún var ekki endilega fyrir að trana verkum sínum fram og er gott dæmi um það að erfitt er að finna verk eftir hana frá námsárunum til að sjá þróun hennar sem listakonu. Myndefnið hennar var konur og þær dró hún til lífs með penslinum á striga, eftir striga. Á þessum tíma voru konur á uppleið innan listheims Bandaríkjanna en fram að því hafði tíðarandinn verið þannig að konur áttu erfitt uppdráttar innan listheimsins, sem og annars staðar. En það sem Jóhanna gerði var að fara sína eigin leið, á móti straum hugmyndalistar fór hún þessa expressjónísku leið. Sú hefð er skoðuð með Jóhönnu til hliðsjónar auk hvað það var sem veitti henni innblástur.
    Ritgerðin skiptist í fjóra kafla. Í þeim fyrsta er Jóhanna Kristín og hennar ævi sem
    listakona skoðað. Í þeim næsta eru þeir straumar sem einkenndu þjóðfélagið og listheiminn skoðaðir. Í þeim þriðja er kynnt kerfi til að rýna í verk Jóhönnu en kerfið er eftir Erwin Panofsky. Hún er í hópi kven-brautryðjenda sem sýna fram á að þær eru engir eftirbátar í sköpun sinni og með því gefur hún expressjónistahreyfingunni aukið vægi sem ákveðin listakona sem helst kaus að tjá sig með strokum og var óhrædd við að fara þá leið sem hentaði hennar sköpun.

Samþykkt: 
  • 11.9.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/34425


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Freydís Karlsdóttir-NEW.pdf1,05 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
69883587_695368014298121_5661288219258388480_n.jpg.pdf51,46 kBLokaðurYfirlýsingPDF