is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34429

Titill: 
 • „Þetta er okkar bókasafn.“ Hvernig geta almenningsbókasöfn stuðlað að auknu upplýsingalæsi og félagsauð meðal innflytjenda?
 • Titill er á ensku „This is our library“ How can public libraries support increased information literacy and social capital among immigrants?
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Þessi ritgerð er lokaverkefni til MA-gráðu í upplýsingafræði við Háskóla Íslands, með áherslusvið á stjórnun og stefnumótun. Í rannsóknarverkefninu er fjallað um hvernig almenningsbókasöfn geta átt þátt í að stuðla að auknu upplýsingalæsi og félagsauð meðal innflytjenda á Íslandi. Sérstök áhersla er lögð á hvernig stofnanir og samtök sem sinna málefnum innflytjenda geta í samvinnu við almenningsbókasöfn átt þátt í að gera þessi markmið að veruleika. Tilgangurinn er að draga fram þætti sem geta nýst almenningsbókasöfnum við að efla þjónustu sína við innflytjendur. Þetta viðfangsefni hefur lítið sem ekkert verið rannsakað fræðilega hér á landi og er rannsókninni því ætlað að bæta úr því og auka þannig við stöðu þekkingar á sviðinu. Í rannsókninni var stuðst við eigindlegar rannsóknaraðferðir og tekin voru viðtöl við 14 einstaklinga. Rannsóknarspurningar verkefnisins eru:
  Hvernig upplifa innflytjendur þjónustu almenningsbókasafna sem samkomustaðar og upplýsingaveitu?
  Hvernig getur reynsla starfsfólks almenningsbókasafna og þeirra sem starfa hjá stofnunum og samtökum nýst í að bæta þjónustu bókasafna við innflytjendur með það að markmiði að stuðla að auknu upplýsingalæsi þeirra og félagsauð?
  Eftirfarandi meginþemu komu fram; félagsleg tengsl, tungumál, safnkostur, bókasafnið sem staður, samstarf, upplýsingagjöf, samfélagsmiðlar og þátttaka í dagskrá. Draga má þá ályktun af niðurstöðum rannsóknarinnar að almenningsbókasöfn hafa verið að gera ýmislegt sem kemur innflytjendum til góða og getur nýst við að stuðla að auknu upplýsingalæsi og félagsauð meðal þeirra. Tækifæri eru þó til staðar til að gera enn betur við þennan mikilvæga hóp samfélagsþegna. Samstarf almenningsbókasafna við stofnanir og samtök sem vinna í þágu innflytjenda geta orðið til þess að bæta þessa þjónustu enn frekar. Almenningsbókasöfn geta einnig þjónað sem upplýsingaveita fyrir innflytjendur í samstarfi við aðrar stofnanir og þar með aukið aðgang innflytjenda að upplýsingum um réttindi sín og skyldur.

 • Útdráttur er á ensku

  This is a thesis for a MA degree in Information Science at the University of Iceland, with an emphasis on the administrative role and policy making of libraries. The subject of this research project is how public libraries can support increased information literacy and social capital among immigrants in Iceland. The main focus of the project was on how institutions and organizations that deal with immigrant issues can, in collaboration with public libraries, be involved in making these goals a reality. The purpose is to highlight items that can be useful to the public libraries in promoting their services to immigrants. This subject has received very little theoretical attention in Iceland and the project is therefore intented to increase the status of knowledge in the field. Qualitative research methods were employed in the study and 14 individuals were interviewed. Interviews were taken with immigrants, public libraries and personnel of the agencies and associations that were involved in handling immigrant issues. The research questions of the thesis are as follows:
  How do immigrants perceive the service of public libraries as a gathering place and an information provider?
  How can the experience of library staff and those working on behalf of institutions and organizations be used in improving the service of libraries for immigrants with the goal of supporting increased information literacy and social capital?
  The following themes appeared in the research data; social connections, language skills, library collections, the library as a place, collaboration, providing information, social media and participation in library events and programming. The main conclusion of the research project is that public libraries have been doing various projects that can be seen as beneficial for immigrants and can be used to support increased information literacy and social capital among them. But there are futher opportunities to provide better service to this important group of citizens. The collaboration of public libraries with institutions and organizations working on behalf of immigrants can improve library service for this group even further. Public libraries can also serve as an information centre for immigrants in collaboration with other institutions and thereby increase immigrants' access to information about their rights and duties in society.

Samþykkt: 
 • 11.9.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/34429


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Valdís Þorsteinsdóttir.pdf1.29 MBLokaður til...01.01.2134HeildartextiPDF
Skemman_yfirlýsing .pdf168.89 kBLokaðurYfirlýsingPDF