is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/34430

Titill: 
  • Fjölskyldustefna í fyrirtækjum. Eru mæður enn að sjá um flest málefni barna sinna þrátt fyrir jafna atvinnuþátttöku og feður?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Síðastliðna áratugi hefur atvinnuþátttaka kvenna aukist mikið. Þær eru í minna mæli heimavinnandi en áður og er þátttaka þeirra orðin jöfn körlum á vinnumarkaði. Vinnustaðir þurfa að koma til móts við foreldra með fjölskyldustefnu á vinnustað og sveigjanleika í vinnu. Markmið þessarar rannsóknar var að skoða upplifun þátttakanda á sveigjanleika í vinnu og athuga hvort munur væri á upplifuninni milli kynja og hvort karlar og konur væru að nýta sér sveigjanleikann til jafns. Alls tóku 157 manns þátt í rannsókninni og voru 69% þeirra konur og 31% karlar. Niðurstöður hennar sýndu að almennt er starfsfólk að upplifa mikinn sveigjanleika á vinnustað en væri samt til í meiri sveigjanleika í vinnu og vinnutíma. Þegar kemur að kynjamun, þá kom fram lítill munur á upplifun á sveigjanleika en konur áttu samt auðveldara með að samræma einkalíf og atvinnu. Niðurstöður sýndu einnig að konur sjá um meirihlutann af málefnum er varða börnin og taka börnin meira með í vinnuna en karlar. Mikilvægt er að ná jafnvægi á milli foreldra í þessum málefnum til að konur fái jöfn tækifæri á að efla starfsferil sinn eins og karlar.

Samþykkt: 
  • 11.9.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/34430


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Fjölskyldustefna á vinnustöðum.pdf781.6 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing um meðferð verkefnis.pdf339.9 kBLokaðurYfirlýsingPDF