is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Meistaraverkefni í viðskiptadeild (MS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/34431

Titill: 
  • Markaðssetning myndlistarmanna
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Tilgangur ritgerðarinnar var að rannsaka hvað myndlistarmenn gera til að koma sér á
    framfæri og hugsanleg tengsl milli markaðssetningar annars vegar og velgengni á því
    sviði hins vegar. Ákveðið var að gera netkönnun meðal myndlistarmanna. Sérstaklega
    var hugað að hvernig myndlistarmennirnir bera sig að við markaðssetningu, hvernig
    markaðssetningunni væri háttað, hvort hún hafi verið kennd í skóla og hvort þeir sem
    lærðu hana í skóla standi sig betur en þeir sem hafa þreifað sig áfram. Enn fremur var
    athugað hvort markaðsetning myndlistarmanna væri mismunandi eftir aldri þeirra,
    kyni, sjálfsmynd, þ.e.a.s. tiltrú þeirra á eigið ágæti sem myndlistarmanns,
    myndlistarstefnu, námslandi eða vinnusemi? Í könnuninni voru borin saman ýmis
    atriði sem viðkemur myndlistarmanninum og athugað hvort það skýri velgengni
    þeirra. Velgengnispurningar voru fimm því ekkert eitt getur sagt fyrir um velgengni.
    Einn myndlistarmaður getur haft háar tekjur af list sinni án þess að hafa fengið nokkra
    styrki og öfugt. Þessar spurningar eða breytur voru: myndlistartekjur, fjöldi
    starfslauna, styrkir og viðurkenningar, tíðni einkasýninga og sýningamöguleikar.
    Aðallega var stuðst við netkönnun sem send var félagsmönnum Sambands
    íslenskra myndlistarmanna í nóvember 2006. Alls svöruðu 156 listamenn. 50
    Meirihluti myndlistarmannanna sem tóku þátt í þessari könnun höfðu aldrei
    hlotið starfslaun myndlistarmanna eða 65,1%. Það kom sérstaklega á óvart hve margir
    höfðu ekki sótt um starfslaunin eða 44 einstaklingar (28,6%) af 152 sem svöruðu
    spurningunni. Eru þessir einstaklingar búnir að gefast upp á starfslaununum fyrirfram?
    Fleiri en smærri atriði sýndu líka getu-, kunnáttu- eða áhugaleysi til að koma sér
    áfram. Sumar spurningarnar áttu að sanna vissar tilgátur – eins og t.d. hvernig gögn
    væru sett fram í samkeppnisumsóknum eða styrkumsókn vegna eins ákveðins verks. Í
    stað þess að sýna rækilega hvaða frágangur væri bestur varð niðurstaðan sú að þeir
    sem svöruðu einhverri staðhæfingu úr þessari spurningu – fyrir utan „Ég hef ekki
    tekið þátt í svona samkeppni/sótt um svona styrki” – stóðu svo miklu betur að vígi en
    þeir sem ekki höfðu sótt um svona styrki eða tekið þátt í samkeppnum. Eiginlega kom
    í ljós að velgengni listamannsins byggðist helst á því að vera virkur á mörgum sviðum
    og sækja um sem mest af styrkjum og öðru sem í boði er fyrir myndlistarmennina.

Samþykkt: 
  • 11.9.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/34431


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA_Inga_Rosa_Loftsdottir_60_ECTS.pdf752,47 kBLokaður til...31.12.2032HeildartextiPDF
Inga_Rosa_Loftsd_yfirlysing.pdf72,08 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Inga_Rosa_Loftsd_eydublad.pdf42,43 kBLokaðurFylgiskjölPDF