is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34432

Titill: 
  • "Ég er bara ekki góð í þessu": Upplifun kvenkyns stjórnenda í fjármálageiranum af eigin launasamningum
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Markmiðið með þessari rannsókn var að fá innsýn í það hvernig kvenkyns stjórnendur sem starfa í fjármálageiranum á Íslandi eru að upplifa það að semja um sín eigin laun. Til þess að ná markmiði rannsóknarinnar var ákveðið að gera eigindlega rannsókn og var gagna aflað með viðtölum. Viðtöl voru tekin við tólf konur sem allar starfa sem stjórnendur í fjármálafyrirtækjum á höfuðborgarsvæðinu. Til að greina gögnin var notast við aðferð fyrirbærafræðinnar og komu fram þrjú meginþemu og fimm undirþemu sem best voru talin lýsa upplifun og reynslu kvennanna sem rætt var við. Fyrsta meginþemað var „Svona launamál eru alltaf svo erfið“ og undirþemun voru: „Þá er þetta svo persónulegt“, „Veit ekkert hver laun eiga að vera“ og „Óska ekki eftir nema ég haldi að hún sé góð“. Annað meginþemað var „Maður ber ábyrgð á sér sjálfur“ og undirþemun voru „Mér finnst það flott þegar það er gert“ og „Ég sé metin að verðleikum“. Þriðja meginþemað var síðan „Það var hægt að verða við einhverju en einhverju ekki“ og undirþemað var „Það er eitthvað aðeins svigrúm“.
    Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að konum finnst erfitt að semja um sín eigin laun. Þær eru á margan hátt óöruggar við þessar aðstæður og þá bæði með eigin getu en einnig vegna óvissuþátta í umhverfinu. Konurnar upplifa að ábyrgðin á þeirra eigin launamálum sé á þeirra herðum. Það sé þeirra að semja vel fyrir sig sjálfar og það sé þeirra að óska eftir launahækkun ef þær vilja eða telja sig þurfa að bæta sín kjör. Annað sem konurnar upplifa er að þegar þær semja um sín laun þá ná þær ekki fram miklum hækkunum. Þær fá þau skilaboð frá vinnuveitendum að svigrúmið sé ekki mikið, hins vegar eru þær á því að mögulega sé þar um að ræða taktík hjá vinnuveitendum.

Samþykkt: 
  • 11.9.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/34432


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaskil.pdf1.55 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
hi_kapa_0818_isl_utfyllt.pdf268.32 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf185.35 kBLokaðurYfirlýsingPDF