is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/34440

Titill: 
  • Álag í skattarétti
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi er lögð fram til meistaraprófs í skattarétti og reikningsskilum við bæði laga- og viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Umfjöllunarefni ritgerðarinnar er álag í skattarétti.
    Viðfangsefni ritgerðarinnar er að skýra hugtakið álag í skattarétti, eðli þess sem viðurlög eða refsingu við brotum gegn skattalöggjöfinni, fjalla um mismunandi beitingu álags eftir því hvaða svið skattaréttarins eiga við, skoða hvernig álagi í skattarétti er háttað á Norðurlöndunum og samspil álags við önnur viðurlög.
    Ritgerðin byrjar á almennri umfjöllun um álag í skattarétti og skilgreiningu hugtaksins. Í þessum kafla er fjallað um eðli álags sem refsingar og stjórnsýsluviðurlaga og eru úrskurðir yfirskattanefndar og dómar Hæstaréttar reifaðir til frekari rökstuðnings og útskýringar. Í framhaldi er farið yfir skattaálag í lögum um tekjuskatt. Saga álags í íslenskri löggjöf um tekjuskatt er rakin frá upphafi, fjallað er um þróun álags og hvernig það hefur breyst með tímanum, lagabreytingum og fordæmisgefandi dómum Hæstaréttar og Mannréttindadómstóls Evrópu.
    Þessu næst er fjallað um álag eins og það er að finna í 108. gr. laga um tekjuskatt, nr. 90/2003, og þau skilyrði og forsendur sem þarf að uppfylla til að hægt sé að beita álagi og hvernig því er beitt samkvæmt þessari lagagrein. Greininni er skipt upp í þrjár málsgreinar sem hver og ein hefur að geyma ákveðin skilyrði og forsendur fyrir beitingu álags og er farið ítarlega yfir þau og dómar og úrskurðir reifaðir til að sýna fram á hvernig þessum ákvæðum er beitt í raun. Þá er farið yfir álag samkvæmt 1. mgr. 122. gr. laga um tekjuskatt og reglur þar að lútandi og skoðaðir eru dómar og úrskurðir til rökstuðnings og útskýringa. Því næst ræðir um álag í skattarétti á Norðurlöndunum einkum í Svíþjóð, Noregi og Danmörku með tilliti til þeirra áhrifa sem dómar Mannréttindadómstóls Evrópu hafa haft á löggjöf og meðferð álags í þeim löndum. Að endingu er beiting álags samkvæmt öðrum lögum en lögum um tekjuskatt skoðuð til að mynda lögum um virðisaukaskatt nr. 50/1988, lögum nr. 45/1987 um staðgreiðslu opinberra gjalda og tollalögum nr. 88/2005. Lýkur umfjölluninni svo á greinargerð um samspil annarra refsinga við skattaálag.

Samþykkt: 
  • 12.9.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/34440


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
alag-i-skattaretti-helga-gudjonsdottir.pdf1.1 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlysin-um-medferd-lokaverkefna-helga-run-gudjonsdottir.pdf319.9 kBLokaðurYfirlýsingPDF