Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34442
Ritgerð þessi fjallar um skuggbankastarfsemi á Íslandi og vægi þeirra í atvinnufjármögnun. Viðskiptabankar hafa gegnum tíðina verið með mikla hlutdeild í útlánum til atvinnufyrirtækja á Íslandi og eru ennþá með í dag. Athygli og almenn vitneskja um skuggabanka fór vaxandi eftir efnahagshrunið 2008. Sumir telja aukið vægi skuggabanka ógna stöðugleika fjármálakerfisins og hræðast þá þróun sem fylgir að bankastarfsemi færist yfir til þessara stofnana. Höfundur mat umfang skuggabanka með mati á eignastöðu þeirra samkvæmt aðferð Alþjóðlega fjármálastöðugleikaráðsins (e. Financial Stability Board) og mati á ekki kjarna fjármögnun þeirra samkvæmt aðferð Alþjóðlega gjaldeyrissjóðins (e. International Monetary Fund). Einnig var gerð greining á uppruna atvinnufjármögnunar og metið umfang skuggabanka í útlánum til atvinnufyrirtækja.
Helstu niðurstöður stærðarmats voru að bæði eignir og skuldir skuggabanka sem hlutfall af heildarfjáreignum á markaði hafa sveiflast milli ára á tímabilinu 2014-2018. Fyrir árið 2018 mældust heildareignir þeirra á milli 3,80% til 18,02% með aðferð Alþjóðlega fjármálastöðugleikaráðsins. Hærra gildið tekur með lífeyrissjóði og tryggingafélög í útreikninginn á meðan lægra gildið notar þrengri skilgreiningu á skuggabanka. Ekki-kjarna fjármögnun skuggabanka mældist 9,60% samkvæmt aðferð AGS.
Frá greiningu á atvinnufjármögnun er ekki hægt að sjá að hlutdeild viðskiptabanka hafi lækkað á tímabilinu 2002-2018 en nýleg þróun frá árinu 2015 sýndi öran vöxt veðskuldabréfasjóða og annarra fagfjárfestasjóða í atvinnufjármögnun. Viðskiptabankarnir þurfa mögulega að hafa varann á fyrir aukinni samkeppni frá þeim í atvinnufjármögnun. Sérstaklega ef ávöxtun ríkisbréfa heldur áfram að falla
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lánsfjármagn í atvinnuhagkerfinu og aukið vægi skuggabanka - Lokaritgerð Dagur Már Ingimarsson.pdf | 1.5 MB | Lokaður til...26.10.2024 | Heildartexti | ||
Yfirlýsing Skemman .pdf | 285.54 kB | Lokaður | Yfirlýsing |
Athugsemd: Viðskiptafræðideild hefur samþykkt lokaðan aðgang að þessari ritgerð í fimm ár.