is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/34445

Titill: 
  • Karlmennskuhugmyndir í vestrænum samfélögum. Birtingamyndir og áhrif
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Hugtakið karlmennska felur gjarnan í sér í ákveðna hugmynd um staðalímynd sem birtist okkur í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Fræðimenn hafa sýnt fram á að hugtakið ristir dýpra en það sem birtist okkur á miðlunum og að það sé einnig í stöðugri þróun því margskonar karlmennskuímyndir eru til. Út frá jafnréttisbaráttu kvenna í gegnum tíðina þar sem stöðluð kvenímynd að vera undiroki karlsins hefur verið talin skaðleg stöðu og líðan kvenna einnig vegna tækniframþróunar þar sem miðlar eru stöðugt fyrir augum fólks velti ég því fyrir mér hvernig karlmennska birtist okkur og hvort hún hafi neikvæð áhrif á drengi og karlmenn. Því er markmið þessara ritgerðar að varpa ljósi á nokkrar þeirra birtingamynda þess hvernig karlmennskan birtist á miðlum og hvort hún hafi áhrif á drengi og karlmenn. Farið verður í sögulegt samhengi karlmennskunnar út frá femínískri mannfræði, og sjónum beint að nokkrum karlmennskuímyndum, miðlar útskýrðir, dæmi um birtingamyndir teknar og set fram rannsóknir sem sýna fram á áhrif birtingamynda á karlmenn. Að lokum dreg ég saman niðurstöður út frá fræðilega kaflanum og umræðukaflanum þar sem rannsóknir á áhrifum birtingarmynda kom fram. Niðurstöður sýna fram á að birtingamyndir karlmennskunnar í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum geti haft neikvæð áhrif á líðan karlmanna og sýn þeirra á sjálfan sig og aðra.

Samþykkt: 
  • 13.9.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/34445


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
soley_ba_ritgerd.pdf469.89 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skanni_20190912 (2).pdf62 MBLokaðurYfirlýsingPDF