is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34446

Titill: 
  • Lög um opinber fjármál – Kerfisbreyting til árangurstengdra ríkisfjármála
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í upphafi árs 2016 tóku lög um opinber fjármál, nr. 123/2015, gildi. Lögin eru viðamikil og í þeim fjöldi nýmæla. Ein þessara nýjunga tekur til samþættingar stefnumótunar, árangurs og fjármagns þegar kemur að ráðstöfunum opinbers fjár en sú samþætting er kölluð árangurstengd fjárlagagerð/fjárlög. Með lagasetningunni feta íslensk stjórnvöld í fótspor annarra ríkja innan Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) sem hafa sameinað ríkisfjármál, stefnumótun og árangur. Flest aðildarlönd OECD búa að langri reynslu varðandi árangurstengingu ríkisfjármála og eru íslensk stjórnvöld eftirbátar annarra landa OECD í þeim efnum. Markmið rannsóknarinnar er að skoða stöðu á innleiðingu stefnumótunarákvæðis í 20. gr. fyrrnefndra laga en þar er grunnur lagður að árangurstengingu ríkisfjármálanna. Sú stefnumótun birtist árlega í fjármálaáætlun og í rannsókninni er einnig skoðuð eftirfylgni með stefnumótandi markmiðum sem þar birtast. Rannsóknin er byggð á eigindlegri aðferðafræði þar sem tekin voru viðtöl við sex viðmælendur sem starfa innan Stjórnarráðs Íslands. Helstu niðurstöður eru þær að stefnumótunarákvæði í 20. gr. laganna hefur ekki verið innleitt hjá ráðuneytum. Stefnumótun málefnasviða sem árlega birtist í fjármálaáætlun er misjöfn, hjá einstaka ráðuneyti sækir stefnumótunin umboð sitt til stærri stefnumörkunar ráðuneytisins en hjá öðrum er hún handahófskennd. Markmið sem eiga að meta árangur af ráðstöfunum hins opinbera eru ómarkviss og það sama má segja um árangursmælikvarða. Þeir hafa oftar en ekki reynst óhentugir til að meta þann árangur sem þeim var í upphafi ætlað að mæla. Það verður því erfitt að meta ávinning af ráðstöfun opinberra fjármuna eins og lögin gera ráð fyrir. Fræðilegt gildi rannsóknarinnar varpar ljósi á stöðu stefnumótunar málefnasviða og eftirfylgni með henni. Hagnýtt gildi ritgerðarinnar felst í tillögum til útbóta sem mæla með endurmati á framkvæmd núverandi verklags.

Samþykkt: 
  • 13.9.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/34446


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lög um opinber fjármál_Inga Birna Einarsdóttir.pdf1.83 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing um meðferð lokaverkefnis.pdf74.87 kBLokaðurYfirlýsingPDF