is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34448

Titill: 
 • Upplýsingagildi innherjaviðskipta: Er óeðlileg umframávöxtun vísbending um innherjasvik?
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Ritgerð þessi fjallar um það hvort óeðlileg umframávöxtun geti talist gagnlegur vísir á innherjasvik en viðskipti innherja eru af mörgum talin bera með sér upplýsingagildi um framtíðarverð hlutabréfa. Við rannsóknir á ætluðu upplýsingagildi innherjaviðskipta hafa rannsakendur jafnan stuðst við mælingar á ávöxtun þar sem óeðlileg umframávöxtun er notuð sem vísir á upplýsingagildið.
  Niðurstöður fjölda rannsókna, á ólíkum mörkuðum, víðs vegar um heim, sem sumar hverjar spanna löng tímabil, sýna að óeðlilegrar umframávöxtunar sé aflað með innherjaviðskiptum. Innherjasvik eru talin ein helsta skýringin á óeðlilegri umframávöxtun innherjaviðskipta en þar til nýlega hefur þó gengið illa að skýra hvað veldur hinum mikla breytileika í umframávöxtun af viðskiptum innherja. Samkvæmt nýrri rannsóknum eru innherjasvik talin leiðandi skýring á óeðlilegri umframávöxtun innherjaviðskipta.
  Refsingar þurfa bæði að vera íþyngjandi og sennileg afleiðing afbrots í huga brotamanns til þess að almenn varnaðaráhrif þeirra séu virk. Vegna vandasams eftirlits og íþyngjandi sönnunarbyrði saksóknar eru innherjasvik að mörgu leyti erfið viðureignar, en hvoru tveggja dregur úr sennileika refsingar. Misjafnlega erfitt er eftir réttarkerfum að tryggja sakfellingu, í umdæmum sem lúta meginlandsrétti geta óprúttnir og reyndir innherjar notfært sér skilgreiningu laga á því hvað teljist innherjasvik og þannig stundað rentusókn með lítilli áhættu.
  Samkvæmt kenningum Beckers um framboð afbrota aukast glæpir ef ávinningur af þeim eykst eða ef fjárhagslegur kostnaður við lögbrotið minnkar. Reynslan sýnir að refsingar í formi sekta eða fangelsisvistar við brotum á fjármálamarkaði hafa takmarkað gildi. Af þessum ástæðum þarf markvisst að draga úr freistnivanda innherja til þess að regluverk geti talist áhrifaríkt. Regla sem dregur úr gróðavon innherja af skammtímaverðbreytingum gæti verið liður í áhrifaríku regluverki.

Samþykkt: 
 • 13.9.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/34448


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Upplýsingagildi innherjaviðskipta Er óeðlileg umframávöxtun vísbending um innherjasvik - Lokaskil.pdf773.95 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
útfyllt yfirlýsing - skemman.is.jpg1.53 MBLokaðurYfirlýsingJPG