is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34454

Titill: 
  • Greiðslubyrði íslenskra fjölskyldna
Námsstig: 
  • Meistara
Höfundur: 
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Rannsókn þessi var unninn í samstarfi við Hagstofu Íslands þar sem greiðslubyrði íslenskra fjölskyldna var greind út frá fjölskyldueiginleikum ásamt vegnum meðalvöxtum fjölskyldu. Notast var aðalega við lýsandi tölfræði við greiningu þar sem gögn voru sett upp myndrænt og túlkuð. Niðurstöður leiddu í ljós að bæði hefur greiðslubyrði og skuldsetning á fjölskyldu lækkað yfir tímabilið sem bendir til betri efnahagslegrar stöðu íslenskra heimila. Skuldir hafa einnig færst í hendur þeirra sem bera lága greiðslubyrði. Þó er algengara að fjölskyldur ekki á fasteignamarkaði beri háa greiðslubyrði. Há greiðslubyrði er þar með ekki kominn til vegna þungra fasteignalána heldur fremur vegna greiðslubyrðar vanskila eða skammtímaskulda. Með hækkandi greiðslubyrði eykst jafnframt hlutur einstæðra barnlausra karlmanna og ýktist sú mynd yfir tímabilið. Algengara er að fjölskyldur með lægri menntun sem hæsta menntunarstig á heimili beri þunga greiðslubyrði og hefur það einnig aukist yfir tímabilið. Fjölskyldur eiga til með að auka greiðslubyrði sína upp að 36 til 45 ára og lækka hana eftir það. Niðurstöður benda einnig til að tæp 8% fjölskyldna á aldrinum 66 til 75, þeim aldri sem algengt er að fara á eftirlaun, bera þunga greiðslubyrði. Greiningin benti einnig til að tekjulágir einstaklingar báru fremur þunga greiðslubyrði heldur en tekjuhærri. Meðalvextir fjölskyldna var einnig ýktari meðal tekjulágra fjölskyldna miðað við tekjuháar og einnig voru fundnar vísbendingar um að breyting á greiðslubyrði á móti ráðstöfunartekjum fjölskyldu hefur í auknum mæli verið að útskýrast af breytingu á meðalvöxtum.

Samþykkt: 
  • 13.9.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/34454


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Greiðlsubyrði íslenskra fjölskyldna.pdf918.27 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
20190913_140329.jpg3.27 MBLokaðurYfirlýsingJPG