is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/34457

Titill: 
  • Hávaxtaskuldabréf og hagkvæm eignasöfn
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar ritgerðar er að skoða ávöxtun og áhættu hávaxtaskuldabréfa út frá sögulegum gögnum og bera saman við skuldabréf í fjárfestingaflokki og hlutabréf ásamt því að reikna út hagkvæm eignasöfn yfir mismunandi tímabil þar sem skorður eru settar við skortstöður. Heildartímabilið, 1995-2018, samanstendur af tveimur niðursveiflum, netbólunni svokallaðri upp úr aldamótum ásamt fjármálahruninu 2008.
    Niðurstöður útreikninga sýna að út frá gögnum tímabilsins 1995-2018 er vænt ávöxtun og staðalfrávik hávaxtaskuldabréfa 7,15% og 4,32%, vænt ávöxtun og staðalfrávik skuldabréfa í fjárfestingaflokki er 6,29% og 4,94% og vænt ávöxtun og staðalfrávik hlutabréfa er 10,72% og 18,52%.
    Niðurstöður útreikninga á hagkvæmum eignasöfnum tímabilið 1995-2018 sýna að hávaxtaskuldabréf bæta eiginleika eignasafns þegar hávaxtaskuldabréfum er bætt við hefðbundið eignasafn skuldabréfa í fjárfestingaflokki og hlutabréfa. Niðurstöður gefa til kynna að út frá gögnum tímabilsins 1995-2018 að hagkvæmt eignasafn samanstandi af 57,84% hávaxtaskuldabréfum, 36,33% af skuldabréfum í fjárfestingaflokki og 5,83% af hlutabréfum. Sharpe hlutfall fer úr 0,86 í 1,10 við að bæta við hávaxtaskuldabréfum við eignasafnið og vænt ávöxtun hækkar um 0,04 prósentustig og fer í 7,05%. Staðalfrávik lækkar um 0,98 prósentustig og fer í 3,68% þegar hávaxtaskuldabréfum er bætt við eignasafnið.

Samþykkt: 
  • 16.9.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/34457


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ms_ritgerd_havaxtaskuldabref.pdf1,6 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlysing_lokaverkefni.pdf431,19 kBLokaðurYfirlýsingPDF