is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34458

Titill: 
  • Geimskip í höfninni? Um þjóðerni Eve Online
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • EVE Online er íslenskur netleikur og helsta framlag Íslands til leikjamenningar á heimsvísu. Þó er spurning að hvaða leyti það er réttlætanlegt eða gagnlegt að tala um EVE Online sem íslenskan leik þegar hugað er að alþjóðlegri stöðu leikjaiðnaðarins og því hvernig leikurinn er hannaður með hann í huga. Til þess að svara þessari spurningu er staða þekkingar innan leikjafræðinnar (e. game studies) kortlögð en innan þeirra fræða hefur aukin áhersla verið lögð á staðbundnar leikjarannsóknir. Þegar kemur að greiningunni á leiknum sjálfum er hún svo sundurliðuð í greiningu á framleiðsluumhverfi, tengslum við íslenska leikjaiðnaðinn, textafræðilega greiningu, sem hugar að birtingarmynd Íslands í leiknum sjálfum, og að lokum tengslamyndun spilara við upprunaland leiksins. Niðurstöðurnar gefa til kynna að EVE Online sé að mörgu leyti betur skilinn sem afurð alþjóðlegra markaðsafla. Engu síður hafa ættjarðartengsl framleiðslufyrirtækisins, CCP Games, stuðlað að túlkunarvídd sem réttlætir þjóðerni hans sem merkingarbæra einingu fyrir fjölda spilara.

Samþykkt: 
  • 16.9.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/34458


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Geimskip í höfninni_lokaútgáfa.pdf594.64 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
IMG_20190916_134630.jpg1.67 MBLokaðurYfirlýsingJPG