is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34459

Titill: 
 • Forprófun og undirbúningur að stöðlun á íslenskri útgáfu Functional Assessment of Verbal Reasoning and Executive Strategies (FAVRES)
 • Titill er á ensku Pretesting and preparation for standardization of Icelandic version of Functional Assessment of Verbal Reasoning and Executive Strategies (FAVRES)
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Mikil vitundavakning hefur verið undanfarin ár á afleiðingum eftir væga heilaáverka. Afleiðingarnar geta verið margskonar og þar á meðal vitræn tjáskiptaskerðing. Vitræn tjáskiptaskerðing vísar til erfiðleika í tjáskiptum sem stafa af skertri færni á vitrænum þáttum svo sem minni, athygli, stýrifærni og úrvinnsluhraða. Greining á vitrænni tjáskiptafærni getur verið áskorun fyrir talmeinafræðinga sökum skorts á nægilega næmum matstækjum. Vitræn tjáskiptaskerðing getur haft mikil áhrif á daglegt líf fólks og lífsgæði þess. Erfiðleikar lýsa sér meðal annars í skertri athygli, erfiðleikum með að skipuleggja sig og framkvæma hluti. Einstaklingar með vitræna tjáskiptaskerðingu geta átt erfitt með samskipti, bæði að koma frá sér efni og að taka á móti upplýsingum. Erfiðleikar tengjast einnig því að lesa í umhverfi og líkamstjáningu annarra og almennt að nota málið rétt í félagslegum aðstæðum sem getur síðan haft mikil áhrif á félagslega hegðun og sjálfsöryggi einstaklinga og ýtt undir einangrun.
  Functional Assessment of Verbal Reasoning and Executive Strategies (FAVRES) er staðlað matstæki sem sérstaklega er hannað fyrir talmeinafræðinga til að meta vitræna tjáskiptafærni einstaklinga eftir ákomin heilaskaða. FAVRES samanstendur af fjórum hagnýtum verkefnum sem ætlað er að líkja eftir daglegum áskorunum í lífi fólks.
  Markmið þessa verkefnis var að forprófa og undirbúa stöðlun íslenskrar þýðingar FAVRES og athuga hvort íslensk staðfærð þýðing á FAVRES væri sambærileg við upprunalega útgáfu prófsins. Einnig var kannað hvort munur væri á frammistöðu eftir kyni, aldri og menntunarstigi og hvort áreiðanleiki milli matsmanna væri viðunandi. Prófið var lagt fyrir 30 einstaklinga sem ekki hafa fengið heilaáverka, 15 konur og 15 karla, á aldrinum 21-60 ára.
  Niðurstöður benda til að þýðing og staðfærsla prófsins sé vel heppnuð, þátttakendur skildu til hvers var ætlast í verkefnum og niðurstöður gefa til kynna að próftími og erfiðleikastig verkefna sé ásættanlegt. Meðaltal stigafjölda er aðeins lægra en í ensku stöðluninni, sér í lagi í verkefni 4. Ekki reyndist marktækur munur á frammistöðu milli hópa eftir kyni, aldri og menntunarstigi og áreiðanleiki matstmanna mældist viðunandi.
  Niðurstöður nýtast til að undirbúa stöðlun á íslenskri útgáfu FAVRES. Þau atriði sem komu í ljós í þessari rannsókn sem taka þarf tillit til fyrir stöðlun prófsins er meðal annars mikilvægi þess að fá þátttakendur með ólík menntunarstig og að skoða hvernig prófið henti fyrir fólk í kringum tvítugt. Auk þess gefa niðurstöður úr orðaflæðispurningu tilefni til endurskoðunar, sérstaklega orðaflæðispurning í verkefni 3. Einnig er vert að skoða hvort aðlaga þurfi fyrirmæli í handbók prófsins með tilliti til þýðingar og staðfærslu yfir á íslensku.

 • Útdráttur er á ensku

  In recent years there has been considerable awareness of the consequences of mild traumatic brain injury. The consequences can be various, including cognitive-communication disorder (CCD). CCD refers to communication difficulties due to cognitive deficits, such as impairment of memory, attention, executive function and speed of processing. The assessment of individuals with CCD can be a challenge to speech-language pathologists due to a lack of assessment tools with high enough sensitivity. CCD can affect many aspects of daily living and quality of life. Difficulties manifest themselves among other things with attention deficit, difficulties in organising and performing tasks. Individuals with CCD can struggle with interactions with others, expressing themselves and receiving imformation. Difficulties are also related to reading nonverbal cues and body language of others and generally using the language correctly in social situations which can thus greatly influence the social behavior and self confidence of individuals and conduce to isolation.
  Functional Assessment of Verbal Reasoning and Executive Strategies (FAVRES) is a standardized test designed specifically for speech-language pathologists to identify subtle cognitive-communication deficits in individuals after acquired brain injury. FAVRES contains four functional assignments that are meant to simulate activities people encounter in their daily lives.
  The aim for this study was to pretest and prepare the standardization of Icelandic version of FAVRES and examine whether the Icelandic version was comparable to the English standardization. It also examined whether it was difference in performance between gender, age group or level of education and if the inter-rater reliability was acceptable. Thirty adults with no history of traumatic brain injury completed the Icelandic version of FAVRES, 15 female and 15 male, aged 21-60 years.
  The results indicate that the Icelandic translation and adaption of FAVRES is a success, participants understood what was expected in the assignments and results indicate that examination time and assignments level of difficulty is acceptable. The mean score was a bit lower compared to the English standardization, especially in assignment 4. There was no statistically significant difference in performance between gender, age groups or level of education and inter-rater reliability was acceptable.
  The results will be utilised in further preparation for standardization of the Icelandic version of FAVRES. The factors revealed in this study that need to be taken into account for the standardization include the importance of getting participants with different educational levels and to examine if the test is suitable for people around the age of twenty. Also due to the results of the task of generating alternatives in the third assignment, there might be a reason to review that question. It is also important to consider whether instructions in the test manual need to be adjusted with regard to translation and adaption to Icelandic.

Samþykkt: 
 • 17.9.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/34459


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ágústa Guðjónsdóttir.pdf950.52 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsing-Ágústa.pdf426.88 kBLokaðurYfirlýsingPDF