is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/34460

Titill: 
  • Austurríska hagsveiflukenningin. Gekk Finnland (1985–1993) í gegnum Austurrísku hagsveifluna?
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Austurríski hagfræðiskólinn er lítt þekktur hagfræðiskóli sem á rætur að rekja til Austurríkis eins og nafnið gefur til kynna. Skólinn aðhyllist aðrar kenningar en almennir hagfræðiskólar. Hann byggir kenningar sínar á aðgerðum og hvötum einstaklingsins.
    Frá skólanum kemur ein kenning sem útskýrir hagsveiflur í hagkerfi. Sú kenning heitir Austurríska hagsveiflukenningin og hún sýnir okkur hvernig hagkerfi geta þróast á tvo mismunandi vegu. Annars vegar á sjálfbæran hátt þar sem sparnaðarhegðun breytist í hagkerfinu sem gefur síðan skilaboð til viðskiptasamfélagsins sem aðlagar fjárfestingar og framleiðslu að þörfum hagkerfis. Hins vegar á ósjálfbæran hátt þar sem brotaforðakerfið og stýrivextir hafa áhrif á vexti á lánsfjármarkaði sem gefur viðskiptasamfélaginu röng skilaboð. Þessi röngu skilaboð gera það að verkum að til verða hagsveiflur í hagkerfi.
    Finnland fór í gegnum afnám reglna og hafta á fjármálamörkuðum á níunda áratugnum. Það leiddi til mikils peningainnstreymis erlendis frá þar sem ríkisstjórnin náði ekki að stýra því. Þetta mikla innstreymi auk afnáms hafta og reglna leiddi til mikillar skuldsetningar bæði í innlendum og erlendum gjaldmiðlum. Árið 1990 snerist taflið við og við blasti gjaldþrot fyrirtækja, gengið féll, atvinnuleysi jókst og bankakrísa skall á. Þetta kostaði gríðarlegar upphæðir og mikla erfiðleika fyrir samfélagið.
    Markmið þessarar ritgerðar er skoða hvort Finnland hafi gengið í gegnum Austurrísku hagsveifluna á árunum 1985-1993. Ætlunin er að nota hugmyndafræði Austurríska skólans sem útskýrir skref fyrir skref hvernig hagkerfið á að þróast á sjálfbæran eða ósjálfbæran hátt.
    Niðurstaðan er sú að Finnland fór í gegnum Austurrísku hagsveifluna þar sem hagkerfið þróaðist á ósjálfbæran hátt. Finnland fór í gegnum mikla hagsveiflu vegna þess að aukin fjárfesting á uppgangsárunum kom ekki frá sparnaði. Fjármagnið kom frá bankakerfinu og erlendis frá. Viðskiptasamfélagið fékk röng skilaboð og fjárfesti í óhagkvæmum verkefnum til langs tíma. Í kjölfarið áttaði viðskiptasamfélagið sig á mistökum sínum og Finnland lenti í mikilli kreppu.
    Efni: Hagfræði
    Austurríski hagfræðiskólinn
    Austurríska hagsveiflukenningin
    Finnska krísan

Samþykkt: 
  • 17.9.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/34460


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Austurríska Hagsveiflukenningin (Finnland) - Darri Hilmarsson.pdf1,05 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman Yfirlýsing Undirritað.pdf41,27 kBLokaðurYfirlýsingPDF