is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Þverfræðilegt nám > Umhverfis- og auðlindafræði >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34461

Titill: 
 • Innblástur: Tilviksrannsókn á sjálfbærni hjá íslenskum hönnunarfyrirtækjum
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Umhverfisvernd er daglegt viðfangsefni allra og brýn þörf er á breytingum á víðu sviði sjálfbærrar þróunar. Vörur og umhverfisáhrif þeirra eru stór þáttur og víða er talið að hönnuðir gegni lykilhlutverki í umbreytingu til sjálfbærni samfélaga. Sjálfbærni er lykilhugtak þessa verks, bæði frá sjónarhorni fyrirtækja og hönnuða, horft er til þátta sjálfbærni og frammistöðu í efnahagslegu, samfélagslegu og umhverfislegu samhengi. Viðfangsefnið gefur tilefni til að skoða stöðu sjálfbærni í þessu tilviki þar sem íslensk náttúra er samofin íslenskri menningu og lífsbaráttu þjóðarinnar. Markmið rannsóknarinnar er að skoða lítil íslensk hönnunarfyrirtæki sem segjast innblásin af náttúru og athuga hvort þau leggi áherslu á sjálfbæra hönnun og sjálfbærni í rekstri fyrirtækjanna með því að byggja á sjálfbærum viðskiptalíkönum eða aðferðum.
  Rannsóknin er eigindleg og byggja niðurstöður á opnum viðtölum við tíu eigendur íslenskra hönnunarfyrirtækja. Við greiningu gagna var notast við svokallaðan 4S ramma og hönnunarhraðalinn, “reDesign Canvas”. Byggt er á fáum tilvikum. Því hefur þetta verk ekki alhæfingargildi en getur gefið mynd af upplifunum og reynslu í hópi lítilla hönnunarfyrirtækja.
  Helstu niðurstöður eru að hugmyndafræði sjálfbærni er undirliggjandi við hönnun og framleiðslu án þess að hún sé innleidd á skipulagðan hátt, eigendur eru innblásnir af náttúrinni og fjölmargt í starfseminni er í anda sjálfbærni. Gildi eigenda og innblástur ráða því hvort starfað er í anda sjálfbærni. Sjálfbær viðskiptalíkön eru ekki notuð, þau gætu hjálpað við að stýra fyrirtækjunum í átt að sjálfbærni og þar með fléttað saman samfélagslegri ábyrgð, hringrásarhagkerfishugsun og lífsferilsgreiningum. Það sem hindrar að hönnuðir og fyrirtæki tileinki sér markvisst vinnubrögð í anda sjálfbærni og noti til þess sjálfbærniviðskipalíkön er skortur á tíma og fjármagni. Daglegt amstur er ráðandi í fyrirtækjunum en jafnframt sterk trú á að góðar hugmyndir lifi og „að þetta reddist.“
  Fræðilegt framlag rannsóknarinnar felst í því að meta upplifanir og reynslu þátttakenda í rannsókninni á sjálfbærri hönnun og rekstri. Þess er vænst að verkið hafi hagnýtt gildi fyrir fyrirtæki sem vilja stíga skref í átt til sjálfbærni, þróun sjálfbærra viðskiptalíkana og innleiðingu þeirra fyrir hönnuði og lítil og meðalstór fyrirtæki í ólíkum atvinnugreinum.

Samþykkt: 
 • 17.9.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/34461


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ENR_MS_HS.pdf2.27 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysing_ENS_HS_MS.pdf291.79 kBLokaðurYfirlýsingPDF