is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/34462

Titill: 
  • Samkeppnishæfni og klasaþróun í Voss, Noregi
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar er að skoða í klasatengdu ljósi þá atvinnustarfsemi sem orðið hefur til í kringum grósku í jaðaríþróttum og ævintýra afþreyingu í sveitarfélaginu Voss í Noregi. Í Voss iðar svæðið af fjölbreyttri jaðaríþróttaiðkun og margskonar starfsemi hefur byggst upp á þeim grunni. Sjónum verður einkanlega beint að starfsemi sem tengist nýrri íþrótta- og atvinnugrein sem kalla má vindfimi á íslensku og fer fram í lóðréttum vindgöngum. Á allra síðustu árum hefur sú atvinnugrein stækkað gífurlega og er, þegar þetta er skrifað, í örum vexti á heimsvísu.
    Við upphaf þessarar rannsóknar var leitað upplýsinga um hvort fyrir lægju rannsóknir um hvort og þá hvernig starfsemi sem byggir á jaðaríþróttum og ævintýra afþreyingu í Voss styður hver við aðra, en engar rannsóknir fundust. Hugmyndafræði Harvard prófessorsins Michael Porter um samkeppnishæfni og klasa hefur verið að ryðja sér til rúms síðustu ár og var notast var við þá hugmyndafræði til þess að kanna samkeppnishæfni VossVind og bæjarins Voss í klasatengdu ljósi. Leitað var svara við því hvort fyrirtækið VossVind væri samkeppnishæft og hluti af virkum klasa í fyrsta lagi, og í öðru lagi hverjir skipi klasann í Voss og hvaða umbótarverkefni mætti nýta til þess að efla samkeppnisumhverfið.
    Vegna þess að ekki hefur verið staðfestur klasi í Voss og að engar fyrri rannsóknir fundust um efnið, er líklegt að verið sé að rannsaka áður óskoðað efni í þessari ritgerð. Hún er því nýtt framlag sem gefur möguleika á nýrri nálgun á atvinnugreinina og gæti veitt haghöfum klasans hvata og hugmyndir að bættri samkeppnishæfni.
    Ritgerðin byggir á fyrirliggjandi og nýjum gögnum sem aflað var en framkvæmd var raundæmisrannsókn sem er bæði eigindleg og megindleg. Tekin voru viðtöl við forstjóra ýmissa fyrirtækja innan klasans auk sveitarstjórans í Voss.
    Rannsóknin leiddi í ljós að jaðaríþróttaklasi í Voss sé til staðar en að hann sé á frumstigi og því lítill og veikur enn sem komið er. Ytra umhverfið er sterkt og með réttum aðgerðum hefur klasinn mikla möguleika til þess að vaxa og dafna. Settar voru fram tillögur að umbótarverkefnum sem nýta mætti til þess að efla samkeppnisumhverfið.

Samþykkt: 
  • 18.9.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/34462


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MS.pdf6,94 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
YfirlysingKS (002).pdf240,57 kBLokaðurYfirlýsingPDF