is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34464

Titill: 
 • Innleiðing straumlínustjórnunar í íslensk fyrirtæki: Ferli fullt af áskorunum
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Skipulagsheildir starfa í umhverfi stöðugra breytinga þar sem breytingar eru orðnar óumflýjanlegur hluti af starfsemi þeirra. Vinsældir straumlínustjórnunar eru í stöðugum vexti en megininntak hugmyndafræðinnar snýr að því að vinna að stöðugum umbótum og koma í veg fyrir sóun innan fyrirtækja. Uppruna hugmyndafræðinnar má rekja til Japan og því má velta fyrir sér hvaða hlutverk þættir eins og þjóðmenning hafi á aðlögunarhæfni. Rannsóknin beinir sjónum sínum að þeim áskorunum sem verða á vegi íslenskra skipulagsheilda við innleiðingu á hugmyndafræði straumlínustjórnunar og er þjóðmenning höfð til hliðsjónar. Markmið rannsóknarinnar var að fá innsýn í hvernig íslenskar skipulagsheildir vinna eftir hugmyndafræði straumlínustjórnunar þar sem reynsla millistjórnenda var skoðuð. Rannsóknarspurning er eftirfarandi:
   Hvernig er innleiðingaferli straumlínustjórnunar í íslenskum fyrirtækjum háttað út frá sjónarhorni millistjórnenda?
  Til þess að svara rannsóknarspurningu var notast við eigindlega aðferðafræði. Fjórar skipulagsheildir tóku þátt og voru 11 viðtöl tekin við millistjórnendur. Við greiningu viðtalanna komu í ljós 4 yfirþemu sem eru fólkið á bak við breytingarnar, aukið álag, breytingar á fyrirtækjamenningu og eftirfylgni. Hagnýtt gildi rannsóknarinnar er að auka skilning á því að stjórnunaraðferð líkt og straumlínustjórnun verður fyrir áhrifum þeirrar þjóðmenningar sem er ríkjandi þar sem hugmyndafræðin er iðkuð.
  Helstu niðurstöður rannsóknarinnar ýta undir stoðir þess að undirbúningur fyrir innleiðingarferli straumlínustjórnunar er mikilvægur ásamt því að unnið sé eftir skipulagi og því fylgt til hins ítrasta. Ekki er mælst til þess að hefja innleiðingarferlið í skyndi, sem má lýsa sem menningareinkenni íslenskrar þjóðmenningar, þar sem það hefur sýnt fram á minni árangur. Mikilvægt er að taka vel ígrundaðar ákvarðanir til þess að ná sem bestum árangri. Stjórnendur þurfa að vera ákveðnir, kjarkmiklir og staðfastir í þeim ákvörðunum sem þeir taka. Líklegra er að innleiðingarferli straumlínustjórnunar leiði til árangursríkari niðurstöðu ef stjórnendur hafa þolinmæði og þrautseigju að vopni.

Samþykkt: 
 • 19.9.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/34464


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
yfirlýsing - skemman.pdf29.73 kBLokaðurYfirlýsingPDF
LOKASKJAL-ms_snidmat - Lára Rut Jóhannsdóttir.asd.pdf1.27 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna