is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34465

Titill: 
 • Barneignarreynsla í kjölfar missis: áhrif missis á tengslamyndun og stuðningsþarfir
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Meginviðfangsefni ritgerðarinnar var að varpa ljósi á þau áhrif sem fyrri missir hefur á barneignar-reynslu sem fylgir í kjölfarið. Að eignast barn hefur mikil áhrif á líf fólks og er oft tími hamingju og gleði. Eftir reynslu af missi á meðgöngu taka foreldrar gjarnan með sér þá erfiðu staðreynd að gleði getur skyndilega snúist í andhverfu sína. Þessi erfiða reynsla getur haft áhrif á það hvernig foreldrar skynja næstu meðgöngu og fæðingarreynslu.
  Markmið höfundar var að kanna hversu algengt er að konur sem misst hafa barn samkvæmt skilgreiningu um burðarmálsdauða, leggi í barneignarferli að nýju og hvaða áhrif þessi reynsla getur haft á móður og barn bæði á meðgöngu, í og eftir fæðingu. Auk þess var skoðað hvernig líðan móður á meðgöngu og eftir fæðingu getur haft áhrif á þróun tengsla og framtíð barnsins. Til viðbótar var stuttlega farið yfir þann stuðning sem mæður fá á meðgöngu í heilbrigðiskerfinu í kjölfar fyrri missis og hvers konar stuðning þær hefðu viljað.
  Helstu niðurstöður voru að meirihluti kvenna sem missa barn á burðarmálstímabili kjósa að eignast annað barn. Oftar en ekki hefst ný meðganga 12-18 mánuðum eftir missinn og sýna rannsóknir að þá er úrvinnsla sorgar stutt á veg komin og getur það valdið vanlíðan á meðgöngunni auk þess að hafa áhrif á þroska fóstursins og leitt til tengslamyndunarvanda. Afleiðingarnar geta síðan komið fram sem einhverskonar erfiðleikar hjá barninu svo sem tilfinningavandi, seinkun á vitsmunaþroska og tengslaröskun.
  Mikil þörf er á stuðningi við foreldra eftir missinn en ekki síður í eftirfylgjandi barneignarferli frá getnaði, í gegnum meðgöngu, fæðingu og á fyrsta ári barnsins. Ritgerðin verður vonandi hvatning fyrir heilbrigðisstarfsfólk til að rýna í frekari rannsóknir á þessu sviði og þróa stuðningsleiðir fyrir foreldra sem eignast barn eftir missi.
  Lykilorð: Burðarmálsdauði, missir, meðganga eftir missi, tengslavandi, stuðningur, tengslamyndun

Samþykkt: 
 • 20.9.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/34465


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni.Yfirlýsing.ValdísEvaHuldudóttir2019.pdf422.79 kBLokaðurYfirlýsingPDF
LokaverkefniBS.ValdísEvaHuldudóttir.20191.pdf390.33 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna