is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > B.S. verkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34471

Titill: 
 • Stöðugleiki lands á Mosfellsheiði síðastliðin 2600 ár. Rannsókn á setkjörnum úr Geldingatjörn
 • Titill er á ensku Land stability on Mosfellsheiði previous 2600 years. Study of lake sediment cores from Geldingatjörn
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Umhverfisaðstæður hafa sveiflast í takt við atburði bæði af náttúrulegum völdum og af mannavöldum sem kemur fram í breytingum á stöðugleika umhverfis, þó í mismiklum mæli eftir tímabilum. Með fornvistfræðilegum rannsóknum er hægt að afla mikilvægra upplýsinga hvernig mismunandi atburðir og aðstæður höfðu áhrif á landgæði í gegnum tíðina. Aukin þekking á þeim hjálpar til við að bregðast við ytra áreiti landnýtingar og umhverfisbreytinga.
  Vísbendingar eru um að sveiflur hafi verið í loftslagi síðustu 2600 árin þar sem hlýrri og kaldari skeið hafi einkennt ákveðin tímabil. Landnýting manna s.s. skógarhögg og búfjárbeit hefur verið stunduð hér á landi allt frá landnámi. Samspil náttúrulegra og mannlegra atburða á borð við tíð eldgos með tilheyrandi gjóskufalli, kólnandi loftslag og landnýtingar geta leitt til hruns vistkerfis þar sem það nær ekki sinni fyrri framleiðslugetu. Framangreindir atburðir eru augljósir drifkraftar landhnignunar sem birtast í óstöðugleika umhverfis.
  Markmið rannsóknarinnar er að kanna landhnignun á Mosfellsheiði m.t.t. þess að mannlegir og náttúrulegir atburðir hafi leitt til meiri uppblásturs jarðvegs og óstöðugleika umhverfis. Í rannsókninni var leitast við að kanna hvaða áhrif landnotkun, loftslag og gjóska hafði á stöðugleika lands á Mosfellsheiði. Til þess voru setkjarnar úr Geldingatjörn rannsakaðir og breyturnar segulviðtak, rúmþyngd og hlutfall lífræns innihalds voru greindar. Þá voru borin saman ógróin svæði á milli ólíkra tímabila í nágrenni Geldingatjarnar.
  Rannsóknin leiddi í ljós að á tímabilinu 1500 til 1905 ríkti hvað mestur óstöðugleiki í nágrenni Geldingatjarnar. Það kemur fram í endurteknum rofatburðum sem birtast sem sand- eða gjóskurendur í setkjarna eftir gjóskulag Kötlu árið 1500. Gögnin sem aflað var benda til að óstöðugleikinn sé til kominn vegna samspils gjósku, kólnandi loftslags og áhrifa landnýtingar.

 • Útdráttur er á ensku

  Environmental conditions have fluctuated synchronously with events, both natural and human-made, which appears in environmental instability, though varying between periods. Paleoecological studies can provide valuable information on how different events have affected landscape stability over centuries. Increased knowledge of such processes helps to respond to the external stress imposed on environment by anthropogenic and natural factors.
  There have been significant variations in climate over the last 2600 years, characterised by particular warm and cold periods. Land use, e.g., logging and livestock grazing, have been practiced in Iceland since the settlement. Interaction between natural and human events, such as frequent deposition of tephra, cooling climate, and land use can, individually or collectively, lead to a collapse of the ecosystem, as it does not return to its previous production capacity following disturbance. Said events are the apparent driving forces of land degradation that appears in environmental instability.
  This study aims to explore land degradation on Mosfellsheiði, in connection with land use, climate, and tephra on land stability on Mosfellsheiði. Lake sediment cores from Geldingatjörn were explored and the three well-established proxies for soil erosion, magnetic susceptibility, dry bulk density, and organic matter content, were analysed. Erosional areas were compared between different periods in the vicinity of Geldingatjörn.
  The study found that the most significant period of instability in the area of Geldingatjörn was the time from 1500 to 1905. It appears in repeated erosion events, depicted in the lake sediment as lenses of sand or reworked tephra after the Katla eruption in 1500. Evidence show that the instability is due to the interplay of the tephra, cooling climate, and the impact of land use on the environment.

Samþykkt: 
 • 27.9.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/34471


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Davíð Einar Sigþórsson.pdf17.46 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing-Davíð Einar Sigþórsson.pdf267.74 kBLokaðurYfirlýsingPDF