is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > B.S. verkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/34472

Titill: 
  • Og hvað svo? Rafhlöður rafbíla og endurvinnsla þeirra
  • Titill er á ensku What´s next? Electric car batteries and recycling
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Miklar framfarir hafa orðið í framleiðslu rafbíla á undanförnum árum og hefur aukning á notkun rafbíla átt sér stað í öllum heimshlutum. Markmið þessarar ritgerðar var að kanna hvert ferli rafhlaðna rafbíla er eftir að þær eru orðnar ónothæfar. Þar að auki var ætlunin að skoða hvernig þetta ferli er hér á Íslandi og hvort gengið sé í takt við aðrar þjóðir í þessum efnum.
    Eins og staðan er í dag eru framleiðendur bílanna ábyrgir fyrir því að rafhlöður þeirra séu endurunnar með réttum hætti. Hér á Íslandi er engin úrvinnsla rafhlaðna og því þarf að senda þær úr landi. Bílaumboðin eru ábyrg fyrir því að koma rafhlöðum úr sínum bifreiðum í réttan farveg erlendis. Hins vegar er ferlið fremur laust í reipunum ef rafbílar eru keyptir utan við umboðssöluaðila.
    Mikilvægt er að halda áfram að rannsaka hvernig best sé staðið að úrvinnslumálum rafhlaðna og hvernig sé hagkvæmast að endurvinna þær. Eins og stendur erum við Íslendingar ekki samstíga öðrum þjóðum varðandi þessi mál. Hér á landi er þess vegna mikilvægt að mótuð sé skýr stefna um endurvinnslu rafhlaðna áður en orkuskipti í vegasamgöngum ná lengra fram að ganga.

  • Útdráttur er á ensku

    Electric car batteries have in recent years been greatly improved technically and the electric car movement has occurred throughout the world. The purpose of this thesis was to explore the process of batteries after they have been deemed unfit to propel cars. The purpose was also to explore this process in the Icelandic automotive environment and to estimate whether the policy in Iceland is in line with other nations.
    As is the case today, the manufacturers of cars are responsible for ensuring that their batteries are properly recycled. Here in Iceland there is no processing of batteries and therefore they have to be shipped abroad. The car dealers are responsible for this process. However the process is not as smooth when a electric car is bought without warranty from the registered dealer.
    It is important to continue researching how best to address the recycling of electric-car batteries efficiently. Iceland is still behind other nations in these matters. It it is therefor also important that a clear policy on battery recycling is formulated before electric cars become a even larger part of the transportation network.

Samþykkt: 
  • 27.9.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/34472


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Og hvað svo-Rafbílar og rafhlöður.pdf317,85 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlysing-IG-2019-Skemman.pdf156,79 kBLokaðurYfirlýsingPDF