is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Tónlistardeild / Department of Music > Lokaritgerðir / Theses (BA, B.Mus) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/34473

Titill: 
  • Leikur að kunnugleika, en samt ekki : tónleikhús Aperghis frá 1978-2013
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Lögmál leikhússins sem efniviður og bygging hans með tónlistarregluverki. Svo má í stystu máli lýsa tónleikhúsi Aperghis. Georges Aperghis er grískt tónskáld, fætt 1945, sem búið hefur og starfað í París frá 18 ára aldri. Hann er sá sem hefur mótað tónleikhús 20. aldar í Frakklandi sem mest. Hér verður skyggnst stuttlega inn í heim tónleikhússins í víðara samhengi og stiklað á stóru um ólíkar skilgreiningar hugtaksins milli nokkurra Evrópulanda. Þá verða skoðuð upphafsár tónleikhúshópsins Atelier Théatre et Musique og varpað ljósi á störf hans á upphafsárunum. Tvö verk eftir tónskáldið verða tekin til skoðunar. Það eru ólík verk frá ólíkum tímum. Fyrra verkið heitir San Paroles (1978) og er frá upphafsárum ATEM og samið í samstarfi við meðlimi þess. Seinna verkið heitir Retrouvailles (2013) og er með því skyggnst inn í störf tónskáldsins á þessari öld, þar sem hann hefur fjarlægst eiginlegt tónleikhús og samið nær eingöngu fyrir hljóðfæraleikara. Verkið er fyrir tvo slagverksleikara og er skoðað hve leikrænir tilburðir, leikhús og leikur eru enn áberandi í hans höfundarverki. Skyggnst verður aðeins í andstöðuna og uppreisnina. Störf hans við hefðbundna óperu og leikhús lita allt hans höfundarverk, þó hann fari í uppreisn þá er uppreisnin annarsvegar merkingarleg og hinsvegar stofnanaleg. Að hafa efast og að hafa haft frelsi til að efast um stofnanirnar og stigveldi í sköpunarferli innan þeirra virðist vera mikilvægur þáttur í framþróun og endurnýjun listformsins í þessu tilfelli.

Samþykkt: 
  • 27.9.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/34473


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BARITGERDmVIDAUKA.pdf1,68 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna