is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Listaháskóli Íslands > Listkennsludeild / Department of Arts Education > Lokaritgerðir / Theses (MA, M.Art.Ed.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34476

Titill: 
  • Óravíddir: ferðalag um undraheima stærðfræðinnar : rúmfræðinámsefni fyrir alla aldurshópa
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð gerir grein fyrir vinnslu rúmfræðinámsefnisins Óravíddir. Námsefnið felur í sér málverk sem er einnig parísarhopp, smáforrit og verklegar æfingar. Heitið Óravíddir vísar til þess að það fjallar um undraheima stærðfræðinnar, nánar til tekið stærðfræðilegar víddir. Verkefnin fela í sér skoðun á hringjum, marghyrningum og margflötungum sem grundvöll fyrir því kynna hugmyndina um æðri víddir. Áhersla er lögð á samtal og samvinnu í gegnum leiki með áþreifanleg verkfæri. Í ritgerðinni eru nokkur grunnatriði rúmfræðinnar stuttlega kynnt ásamt sögu fagsins. Síðan er greint frá kennslufræðilegum bakgrunni verkefnisins í kenningum Jean Piaget, Lev Vygoskty og Jerome Bruner. Einnig er fjallað um skrif hjónanna Dina og Pierre van Hiele, og líkan þeirra sem lýsir rúmfræðikennslu. Kenningar þessara fræðinga, sem allir störfuðu um miðja tuttugstu öld, eru síðan tengar við birtingarmyndir þeirra í nútímakennslu. Tengingar eru meðal annars gerðar við aðalnámskrá, kennslubók í kennaranámi og daglegt líf stærðfræðikennara sem tekið var viðtal við. Þar á eftir er uppbyggingu og innihaldi námsefnisins lýst. Að lokum er greint frá prófunum með nemendum og næstu skrefum verkefnisins.

  • Útdráttur er á ensku

    This essay outlines the creation of Óravíddir, educational material in geometry. The material consists of a painting that is also a hopscotch game, an app and hands on assignments. The name Óravíddir, which means expanse, references the world of wonders that mathematics are, more precisely dimensions (víddir). The assignments include investigations of circles, polygons and polyhedra as a basis for introducing the idea of higher dimensions. Emphasis is on communication and collaboration through games and tactile tools. The essay covers some of the basic ideas in geometry as well a short synopsis of the subject’s history. The project’s pedagocical background is based on constructivism in accordance with Jean Piaget, Lev Vygotsky and Jerome Bruner, as well as the writings of Dina and Pierre van Hiele and their model of learning geometry. Theories from these scholars, which were published around the middle of the 20th century, are then connected to their manifestatons in modern teaching. Connections are made to, among other things, the national curriculum, textbooks currently in use in teacher training and an interview on the daily life of a teacher. Thereafter the structure and content of the educational material is explained. Lastly, trial teachings of the material with students are analyzed and future steps presented. 

Tengd vefslóð: 
Samþykkt: 
  • 27.9.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/34476


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Oraviddir_Johanna_Asgeirsdottir_MA_LHI.pdf3.26 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna