is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Listaháskóli Íslands > Tónlistardeild / Department of Music > Lokaskýrslur - NAIP / Final reports - NAIP (M.Mus.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34478

Titill: 
 • Undrið að syngja í kór
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Fyrir mér hefur þetta undur, að syngja í kór, einmitt ekki einungis snúist um tónlist, heldur einnig um „allt hitt“. Allt hitt, sem gerist eða gerist ekki á ferðalaginu frá fyrstu æfingu, utan hennar og á milli æfinga. Þetta sem fólk upplifir innan kórsins; samskipti á milli stjórnanda og kórs, samtöl, samskipti og vinátta meðal kórmeðlima. Allt þetta sem kórsöngvari upplifir í æfingaferlinu fram að tónleikum, á tónleikum og eftir þá. Og ekki síst hið ósnertanlega sem gerist á tónleikum á milli kórsöngvara og áhorfenda. Öll þessi litlu og stóru undur sem fólk upplifir í gegnum kórsöng og göfga og bæta lífið.
  Þegar kom að því hjá mér að velja viðfangsefni fyrir lokaverkefni í Sköpun, miðlun og frumkvöðlastarfi, fannst mér tilvalið að kafa ofan í djúpið á þessari mikilvægu hlið kórastarfs. Útkoman úr hugarsmíð minni í kringum efnið var viðburðurinn „Undrið að syngja í kór“.
  Kórar geta verið eins ólíkir og þeir eru margir og hverjum kór fylgir heimur sem ég ætla að kalla kórheim. Þar verður til og þróast saga hvers kórs og meðlima hans. Léttsveit Reykjavíkur er rúmlega 100 manna kvennakór sem ég hef stjórnað síðan haustið 2012. Í verkefninu tók ég kórheim hans fyrir og með viðburðinum vildi ég reyna að miðla afrakstrinum á skapandi hátt til áhorfenda.
  Í ágústmánuði 2019 var gestum boðið að kíkja í stutt ferðalag inn í kórheim Léttsveitar Reykjavíkur, en viðburðurinn fór fram á göngum og í rýmum Háteigskirkju og safnaðarheimilis hennar.

Samþykkt: 
 • 27.9.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/34478


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Undrið að syngja í kór - Greinargerð Gísli Magna Sigríðarson.pdf29.06 MBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna