is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34485

Titill: 
 • Árangursrík verkefnastjórnun: Með áherslu á árangursviðmið og hlutverk verkefnastjóra
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Verkefnaárangur er umfjöllunarefnið í rannsókninni sem gerð er grein fyrir í þessari ritgerð. Ástæðan fyrir efnisvalinu er að starfsemi fyrirtækja og stofnana verður sífellt meira verkefnamiðuð og góður verkefnaárangur því æ mikilvægari. Verkefni geta heppnast og skilað góðum árangri en þau geta líka misheppnast og verið dýrkeypt. Við eftirgrennslan mátti greina eyður í fræðilegri þekkingu á þessu sviði sem leiddi til þessarar samantektar um verkefnaárangur.
  Markmið rannsóknarinnar er að rannsaka núverandi stöðu þekkingar varðandi góðan verkefnaárangur í samhengi við fræðasviðið verkefnastjórnun. Til að ná þessu markmiði var á kerfisbundinn hátt tekið saman nýtt og nýlega útgefið efni um verkefnaárangur og miðað var við árabilið 2014–2019. Gögnin voru svo flokkuð og greind og ályktanir dregnar. Rannsóknaraðferðin sem notuð var við gagnaöflun er kerfisbundin samantekt. Útgangspunktur rannsóknarinnar var gagnaleit í ProQuest-leitarvélinni og leitarorðin „project success“ (verkefnaárangur) voru notuð. Eftir skimun og hæfimat á gögnum urðu eftir 92 fræðilegar greinar um efnið sem rannsóknin svo grundvallaðist á.
  Helstu niðurstöður voru þær að mikið hefur verið fjallað um verkefnaárangur í fræðilegum greinum á síðustu árum í 64 fjölbreytilegum tímaritum en vísbending er um samdrátt á þessu sviði. Fleiri greinar komu frá Asíu heldur en öðrum heimsálfum og í heildina voru greinarnar frá 38 löndum, flestar frá Kína en þar næst frá Bandaríkjunum og Bretlandi. Umfjöllunarefni allra greinanna var hægt að flokka í níu efnisflokka. Langalgengasta einstaka umfjöllunarefnið var um mikilvæga árangursþætti. Þar á eftir komu tveir efnisflokkar þar sem annars vegar var mikið fjallað um samskipti og hins vegar um leiðtoga og forystu. Margar greinanna höfðu skýra tengingu við tvær tilteknar atvinnugreinar en það voru byggingariðnaður og upplýsingatækni. Einnig var mikið fjallað um verkefnaárangur í samhengi við þrjá afmarkaða málaflokka sem eru hópfjármögnun, þróunarverkefni og samstarfsverkefni opinberra aðila og einkaaðila.
  Á kerfisbundinn hátt er í þessari ritgerð dregin upp mynd af stöðu þekkingar í umfjöllun um verkefnaárangur og staðan kortlögð ásamt því að benda á eyður í þekkingu. Jafnframt eru settar fram tillögur að framtíðarrannsóknum um þetta efni.

Samþykkt: 
 • 30.9.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/34485


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Skemman-yfirlýsing.pdf1.55 MBLokaðurYfirlýsingPDF
MS ritgerð-Skemman.pdf2.01 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna