is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/34488

Titill: 
  • Nýting sólarorku á Íslandi með sólarsellum
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Á síðustu áratugum hefur verið gríðarleg framþróun í nýtni á sólarsellum í heiminum og framleiðslukostnaður þeirra hefur lækkað mikið. Það er því ástæða til þess að skoða hvort nýting beinnar orku sólar með sólarsellum sé raunhæfur kostur til þess að bæta í flóru endurnýjanlegra orkugjafa á Íslandi. Markmið þessa verkefnis var að meta rafmagnsframleiðslugetu og fjárhagslegan ávinning sólarsella í Reykjavík. Tvíþættum aðferðum var beitt: Annars vegar var fræðilegt reiknilíkan fyrir inngeislun sólar á valfrjálsan flöt þróað og beitt á mælda inngeislun í Reykjavík frá Veðurstofu Íslands. Hins vegar var upplýsingum frá sólarsellukerfi IKEA á Íslandi safnað og greind, og borin saman við niðurstöður reiknilíkansins. Sólarsellukerfið hjá IKEA var uppsett á tæknirými þar sem 13,5 kW voru á þakinu við 20° halla frá láréttu og 4,05 kW á gaflinn á húsinu við 90° halla, samtals 17,55 kW. Framleidd raforka frá kerfinu frá september 2018 til ágúst 2019 var 12.092 kWh. Sköluð árleg orka frá kerfinu var 689 kWh og endurgreiðslutíminn 24 ár. Reiknaður var út besti halli og stefna á sólarsellum til þess að hámarka raforkuframleiðslu
    hér á landi miðað við mælda inngeislun frá Veðurstofunni á viðmiðunarári þessa verkefnis. Niðurstaðan var sú að til þess að fá sem mesta inngeislun yfir árið er 40° halli bestur og að stefna sólarsellunum í hásuður. Miðað við uppsetningu á sólarsellum hjá IKEA eru
    sólarsellur möguleiki til þess að bæta í flóru aðferða til raforkuframleiðslu hér á landi ef horft er á skalaða árlega framleiðslu en uppsetningarkostnaður þarf að vera lægri svo verkefnið borgi sig hraðar tilbaka.

Samþykkt: 
  • 30.9.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/34488


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Nýting sólarorku á Íslandi með sólarsellum - Sindri Þrastarson.pdf1.81 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf420.3 kBLokaðurYfirlýsingPDF