Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/3449
Hér er farið yfir helstu kenningar í stýringu skilvirkra eignasafna og þær skoðaðar með tilliti til íslensks verðbréfamarkaðs á árunum 2007 – 2008. Á þeim tíma gekk yfir markaði heims mikið fárviðri sem enn blæs duglega og lítur út fyrir að muni gera um einhvern tíma.
Aðferð sem Harry Markowitz þróaði um miðja síðustu öld hermir nokkuð vel eftir hegðun verðbréfa á Íslandi á tímabilinu. Hins vegar koma greinilega í ljós þeir vankantar sem nefndir hafa verið vegna aðferðarinnar.
Sharpe-hlutfallið var á mikilli hreyfingu á tímabilinu, svo og vigtir einstakra eigna eins og þeir sem þekkja Markowitz líkanið vita. Notkun Black-Litterman líkans á eignirnar reyndist flóknara en upphaflega var ætlað.
Skortur á gögnum um íslenskan verðbréfamarkað veldur mestu erfiðleikunum við rannsóknir á honum. Hér er gögnum frá tiltölulega stuttu tímabili safnað og gerðar tilraunir með þau. Tekin eru gögn með viku á milli athugana og þau keyrð ítrekað í gegnum Solver hámörkun. Greinilega kemur þá í ljós hversu tilfinnanlega gögn skortir.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Agnar_Burgess_fixed.pdf | 405.63 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |