is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Auðlinda- og umhverfisdeild (2017-2019) > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34490

Titill: 
  • Staða faggreinar skipulagsfræðinga á Íslandi
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar var að fá heildarsýn á stöðu faggreinar skipulagsfræðinga á Íslandi. Rannsóknin var framkvæmd með eigindlegri rannsóknaraðferð og unnið var með fyrirliggjandi gögn. Fram voru settar sex rannsóknarspurningar. Árið 1964 heimiluðu skipulagslög að fela sérmenntuðum mönnum gerð skipulagsuppdrátta. Hagsmunasamtök skipulagsfræðinga voru stofnuð 1985 og löggilding skipulagsfræðinga náðist árið 1986. Löggildir skipulagsfræðingar eru í jöfnum hlutföllum menntaðir erlendis og hérlendis. Sveitarfélögunum fer fækkandi með stækkandi skipulagssvæðum. Skipulagsstigin eru með svipuðum hætti á milli Norðurlandanna. Skipulagsfræðingar þurfa löggildingu á Íslandi, en prófgráður úr skipulagsfræðinámi gilda í Danmörku, Noregi og Svíþjóð, en í Finnlandi er vottunarferli þar sem metin er saman starfreynsla og menntun. Formgerð, samskipti og boðleiðir skipurita ráðneyta eru allt frá því að vera ásættanleg, yfir í það að vera illskiljanleg. Samskipti og boðleiðir skipurits Skipulagsstofnunar Íslands mættu vera skilvirkari. Löggildir sérfræðingar skv. lögum nr. 8/1996 í tækni- og hönnunargreinum eru liðlega 6.200 talsins. Sérfræðingarnir hafa ýmist BS próf eða MS próf og eiga það sammerkt að hafa óverulega, ef nokkra menntun í skipulagsfræðum. Þeir eru þó engu að síður gjaldgengir sem skipulagsráðgjafar og skipulagsfulltrúar, ef skilað er vottorði um staðfesta starfreynslu í a.m.k. tvö ár. Tæplega 93% af starfandi skipulagsfulltrúum sveitarfélaganna á Íslandi eru ekki löggildir skipulagsfræðingar. Ísland er það ríki á Norðurlöndunum sem býr við mesta spillingu samkvæmt listanum Transparency International. Í bókinni Hin mörgu andlit lýðræðis segir að valdamiklir bæjarstjórar og hraður vöxtur byggðar auki líkurnar á því að íbúar telji að pólitísk fyrirgreiðsla, frændsemi og kunningsskapur séu ríkjandi innan sveitarfélaga á Íslandi og að fagleg stjórnsýsla og aðhald landsstjórnarinnar vinni gegn spillingu. Tæp 86% skipulagsráðgjafa á lista Skipulagsstofnunar Íslands hafa ekki löggildingu sem skipulagsfræðingar. Skipulagsstofnun Íslands telur sig ekki hafa eftirlitsskyldu með ráðningum skipulagsfulltrúa hjá sveitarfélögunum á Íslandi. Í 33 sveitarfélögum er samvinna um sameiginlegan skipulagsfulltrúa og því sinna 11 skipulagsfulltrúar, þar af er einn sem er löggildur skipulagsfræðingur. Helstu niðurstöður þessarar rannsóknar gefa til kynna að staða skipulagsfræðinga á Íslandi sé ekki ásættanleg með tilliti til lagaumhverfis löggildra skipulagsfræðinga og eftirlits landsstjórnarinnar.

  • Útdráttur er á ensku

    The main objective of the thesis [The status of urban planners in Iceland] was to gain an overall view of the planning profession in Iceland. The study was conducted using a qualitative research method and existing data was processed. Six research questions were presented. In 1964, the Planning Act permitted architects to be commissioned to design general and local plans. An interest group was established in 1985 and certification of urban planners was achieved in 1986. Certified planners are educated both abroad and in Iceland, in equal proportions. The number of municipalities is declining, while planning areas are expanding. The planning stages are similar in all the Nordic countries, the main difference being in national planning policies. Iceland stands out as it requires planners to be legally certified, but in Denmark, Norway and Sweden a university degree in planning suffices. Finland has a validation process for planners in which work experience and education are evaluated. The format and communication channels in government organizational charts vary from good to incomprehensible, while communication channels from the organization chart of the Icelandic National Planning Agency could be more effective. Certified experts in accordance with Act no. 8/1996 number over 6,200 in technical and design sectors. The experts have either a BS degree or an MS degree, but have negligible, if any, education in urban planning. Nonetheless, they are eligible to become planning consultants and planners, if proven work experience is provided. Almost 93% of planners in Iceland are not certified urban planners. According to the list from Transparency International, Iceland is the country with the highest corruption rate in the Nordic countries. In the book, The Many Faces of Democracy, states that powerful mayors and rapid population growth increase the likelihood of residents believing that political privilege, kinship and acquaintance play a key role in the local municipalities, while municipalities and government restraint work against corruption. Almost 86% of planning consultants who are on the list of the Icelandic Planning Agency are not certified as urban planners. The Icelandic National Planning Agency considers it is not subject to supervision by the municipalities. Collaboration occurs between thirty-three municipalities, in which there are eleven planners, one of whom is a certified planner. The main findings of this study indicate that the position of urban planners in Iceland is not acceptable in terms of the legal environment of certified planners and supervision by the government.

Samþykkt: 
  • 1.10.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/34490


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
23.09.2019 Sigurður S. Jónsson LOKA.pdf2.41 MBLokaður til...01.10.2024HeildartextiPDF