is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Þverfræðilegt nám > Lýðheilsuvísindi >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34494

Titill: 
  • Svefnvenjur 15 ára unglinga á Íslandi og áhættuþættir fyrir svefnvanda
  • Titill er á ensku Sleeping habits of 15 year old adolescents in Iceland and risk factors for sleep problems
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Inngangur: Svefnleysi unglinga getur valdið ýmsum heilsufarsvandamálum. Fáar íslenskar rannsóknir hafa verið gerðar um svefn unglinga og hvaða þættir hafa áhrif á hann.
    Markmið: Að kanna fjölda unglinga á Íslandi sem uppfylla ekki viðmið um ráðlagðan svefn og skoða tengsl þess við skjánotkun, reglur og eftirlit foreldra auk sambands foreldra við unglinga.
    Aðferðir: Unnið var með gögn frá Rannsóknum og greiningu. Þátttakendur voru allir nemendur í 9. bekk á Íslandi árið 2016. Svarhlutfall var 84% (3.507/4.198). Tvíkosta lógistísk aðhvarfsgreining var notuð og reiknuð var hlutfallsleg áhætta með 95% öryggismörkum. Niðurstöður voru leiðréttar fyrir kyni.
    Niðurstöður: 40% þátttakenda uppfyllti ekki viðmið um ráðlagðan svefntíma (≥ 8 klst.). Stúlkur voru líklegri en drengir til að ná ekki viðmiðum um ráðlagðan svefntíma (ÁH 1,20; ÖB 1,08-1,33). Niðurstöður sýndu skammtaháða svörun milli þess tíma sem varið er í skjánotkun og svefnlengdar, þ.e. áhættan á að uppfylla ekki viðmið um ráðlagðan svefntíma jókst með auknum skjátíma. Unglingar sem eiga foreldra sem setja ekki reglur um útivistartíma (ÁH 1,30; ÖB 1,16-1,47) og þekkja ekki vini þeirra (ÁH 1,70; ÖB 1,40-2,01) eru líklegri til að ná ekki ráðlögðum svefntíma. Eins eru unglingar sem eyða ekki tíma með foreldrum um helgar líklegri til að ná ekki ráðlögðum svefntíma (ÁH 1,55; ÖB 1,31-1,81).
    Ályktun: Stór hluti 15 ára íslenskra unglinga nær ekki ráðlögðum svefni. Nauðsynlegt er að auka fræðslu til foreldra og unglinga um mikilvægi svefns og hvetja foreldra til að hafa eftirlit með unglingum, eyða tíma með þeim og setja þeim hæfileg mörk varðandi notkun skjátækja.

  • Útdráttur er á ensku

    Background: Sleep deprivation in adolescents can cause various health problems. Few studies have assessed the sleeping habits of Icelandic adolescents.
    Aims: Assess the proportion of adolescents in Iceland who do not meet sleep requirement recommendations. In addition, to assess the association of sleep duration and screen time, rules and monitoring of parents as well as the parent-child relationship.
    Methods: Data from The Icelandic Centre for Social Research and Analysis was utilized. Participants were all 9th graders in Iceland in 2016. Response rate was 84% (3,507/4,198). Binary logistic regression was used to calculate relative risk with 95% confidence intervals. Results were adjusted for gender.
    Results: Overall, 40% of the participants did not meet sleep requirement recommendations (≥ 8 hours). Girls were more likely to not meet sleep requirement recommendations than boys (RR 1.20; CI 1.08-1.33). A dose-response relationship was observed between screen time and sleep duration, with the risk of not meeting sleep requirement recommendations increasing as a function of increased screen time. Risk factors for not meeting sleep requirement recommendations included having no curfew (RR 1.30; CI 1.16-1.47), having parents who don’t know their friends (RR 1.70; CI 1.40-2.01) and not spend time with parents during weekends (RR 1.55; CI 1.31-1.81).
    Conclusion: A large proportion of 15 year old Icelandic adolescents do not meet sleep requirement recommendations. It is necessary to educate parents and adolescents about the importance of sleep, and encourage parents to set curfews, screen time limits and spend time with their children.

Samþykkt: 
  • 2.10.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/34494


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni_Hanna_Skemman.pdf859.07 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsing.pdf478.27 kBLokaðurYfirlýsingPDF