is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/34495

Titill: 
  • Mikilvægi starfsanda fyrir nýsköpun fyrirtækja. Rannsóknir á gagnsemi starfsanda og þáttabygging Team Climate Inventory í íslenskri þýðingu.
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í yfirlitsgrein er fjallað um mikilvægi starfsanda fyrir nýsköpun fyrirtækja. Í dag er nýsköpun ein af grunnstoðum stærstu fyrirtækja landsins enda forsenda þess að standast sívaxandi samkeppni og halda forskoti á síbreytilegum mörkuðum. Starfsandi sem ýtir undir nýsköpun gæti verið lykilatriði fyrir fyrirtæki til að halda nýsköpunarstarfi sínu í fremstu röð til framtíðar. Rannsóknir á starfsanda hafa sýnt að hann getur haft áhrif á frammistöðu starfsmanna, starfsánægju, bætt skilvirkni og aukið nýsköpun. Farið er yfir helstu kenningar stofnanastarfsanda og teymisstarfsanda fyrir nýsköpun. Einnig eru mælitæki fyrir starfsanda könnuð, annars vegar Organizational Climate Measure fyrir stofnanir og hins vegar Team Climate Inventory fyrir teymisanda. Helstu niðurstöður eru að frekari réttmætisrannsóknir þarf að gera á báðum kvörðum. Réttmæti kvarða fyrir stofnanastarfsanda á alveg eftir að mæla. Team Climate Inventory kvarðinn hefur verið mikið rannsakaður og margar rannsóknir tengt hann við nýsköpun. Rannsóknir á kvarðanum eru hins vegar einhæfar og vöntun er á frekari réttmætisrannsóknum.
    í seinni grein er sagt frá þáttagreiningu á Team Climate Inventory kvarðanum. TCI er mæling á starfsanda teyma fyrir nýsköpun. Kvarðinn gefur möguleika á teymismótun og inngripum í teymi sem vinna að nýsköpun. Hann er einnig talinn vera góð spá um hvort teymisvinna skili af sér nýsköpun. Ósamræmi er í fyrri rannsóknum á kvarðanum og því mikilvægt að gera fleiri rannsóknir til að kanna réttmæti kvarðans til frekari notkunar. Fyrri rannsóknir hafa beitt meginhlutagreiningu og stuðst við reglu Kaisers um fjölda þátta. Í þessari rannsókn var TCI kvarðinn þáttagreindur með meginásagreiningu og samhliðagreining (parallel analysis) notuð til að ákvarða fjölda þátta. Helstu niðurstöður eru að mögulega er kvarðinn aðeins tveir þættir í stað fimm eins og áður hefur verið haldið fram og að báðir þættirnir hafa jákvæða fylgni við nýsköpun.

Samþykkt: 
  • 2.10.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/34495


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MS-ritgerð _Karl _Andrésson.pdf761.52 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsing_Karl Andrésson.pdf420.07 kBLokaðurYfirlýsingPDF