is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34496

Titill: 
 • Framanákeyrslur á Íslandi 2014 - 2018. Rannsókn á aðstæðum og alvarleika meiðsla þar sem ökutæki úr gagnstæðum áttum mætast
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Umferð hefur stóraukist hér á landi undanfarin ár og er einkabíllinn aðal samgöngumáti landsmanna. Lítið þarf að bera útaf í umhverfi ökumanna, hvort sem það sé færð, ástand vega, aksturslag eða annað, að hættulegar aðstæður geta skapast. Því er mikilvægt að fylgjast með þróun slysa í umferðinni svo hugsanlega sé hægt að læra af reynslunni og draga úr óhöppum með innleiðingu viðeigandi mótvægisaðgerða. Framanákeyrslur eru meðal alvarlegustu slysa umferðarinnar, og því var ákveðið að rannsaka slys af því tagi og sjá hver þróun slíkra umferðarslysa væri hérlendis, við hvaða aðstæður og hvenar óhöppin gerðust og hverjir lentu í þeim. Einnig var slysaskráningakerfi Samgöngustofu á framanákeyrslum skoðað og gerðar tillögur að hvað betur mætti fara í þeim málum.
  Notast var við gögn frá Samgöngustofu sem samanstóðu af upplýsingum slysaskráningar um allar framanákeyrslur sem áttu sér stað á árunum 2014 – 2018, 525 talsins. Einungis 475 slysanna voru þó tekin fyrir í þessari rannsókn þar sem ákveðið var að horfa eingöngu til slysa þar sem ökutæki úr gagnstæðum áttum skella saman. Reiknað var út hvort marktækur munur væri á milli mismunandi breytna sem tengjast slysunum, en einnig var útbúið fjölkosta logit líkan sem greyndi líkindanæmni breytnanna.
  Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að framanákeyrslum fjölgaði á tímabilinu, þrátt fyrir samskonar tölur árin 2017 og 2018, og það sama má segja um fjölda alvarlega slasaðra. Stærstur hluti ökumanna var karlkyns á meðan fleiri farþegar voru konur. Hlutfallsleg skipting alvarleika meiðsla var jöfn milli kynjanna, en konur voru þó líklegri til þess að koma ver út út framanákeyrslum heldur en karlmenn. Ökumenn eldri en 74 ára eru þrisvar sinnum líklegri til þess að láta lífið við framanákeyrslu en aðrir sem yngri eru þó svo að þeir séu aðeins lítið brot af ökumönnum landsins. Ekki mældist marktækur munur á milli meiðsla Íslendinga og erlendra ferðamanna í umferðinni og voru einnig lang flest ökutæki slysanna skráð sem fólksbílar í almennri notkun. Flestar framanákeyrslurnar áttu sér stað við góðar aðstæður, en það styður þá tilgátu að ökumenn leyfi sér mögulega glæfralegri aksturshegðun þegar aðstæður eru góðar, en jafnframt er einnig meiri umferð þá, sem eykur líkurnar á árekstrum. Orsakir framanákeyrsla sem valda hvað alvarlegustum meiðslum eru m.a. veikindi ökumanna og einnig ólag eða bilun ökutækis. Dreifing framanákeyrslanna eftir dögum og tíma sýndi að flest slysanna urðu í janúar, þegar færð er oft slæm, og í júlí, þegar flestir eru á ferli.
  Töluvert var um vanskráningu gagna í gagnasafnið sem notast var við og því er bent á að þörf er á nákvæmari skráningu í ýmsum flokkum, t.d. með því að skrá aksturshraða, tæknibúnað ökutækis og nánari lýsingu á veikindum ökumanna. Með bættari og ítarlegri skráningu væri hægt að ná fram skýrari mynd af aðstæðum og orsökum framanákeyrsla sem gæti nýst við frekari ákvörðunartökur varðandi vegaframkvæmdir, bætt umferðaröryggi og stefnumótun í framtíðinni.

Samþykkt: 
 • 2.10.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/34496


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Rakel Tara Þórarinsdóttir.pdf2.21 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlysing - skemman.pdf652.28 kBLokaðurYfirlýsingPDF