en English is Íslenska

Thesis University of Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/345

Title: 
  • Title is in Icelandic Íslenskt sjónvarp : hvert er hlutfall íslensks efnis í sjónvarp ?
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Í þessari rannsókn er íslensk dagskrárgerð kortlögð með því að skoða þær þrjár sjónvarpsstöðvar sem hafa hlutfallslega mesta áhorfið samkvæmt könnunum, en þær eru Ríkissjónvarpið, Stöð 2 og Skjár Einn. Ein megin ástæða þess að ákveðið var að ráðast í þessa rannsókn var sú að búa til greiningarramma sem hægt væri að nota í stærri rannsókn sem tæki til fleiri daga en þess eina sem tekinn var fyrir til prófunar á greiningarrammanum. Æskilegt væri auðvitað að hafa fleiri daga í úrtaki við gerð svona rannsóknar til þess að alhæfingargildi væri meira út frá niðurstöðum, en gengið er út frá því í niðurstöðum í þessari rannsókn að einn dagur nægi til að alhæfa út frá.
    Framkvæmd rannsóknarinnar var á þá leið að einn dagur var tekin fyrir, dagskráin tekin upp með myndbandstæki. Síðan var hún flokkuð niður í þar til gert Excel skjal, sem var unnið úr í tölfræðiforritinu SPSS. Loks voru búnar til töflur yfir helstu niðurstöður sem birtast í rannsókninni. Niðurstöðurnar greina frá raunverulegu hlutfalli efnisflokka í íslensku sjónvarpi og kom þar í ljós að mikill munur er á sjónvarpsstöðvunum þegar kemur að því efni sem sýnt er. Einnig kom í ljós hvaða tungumál heyrist þar oftast og sýndu niðurstöðurnar að enska er ráðandi en ekki íslenska. Þegar skoðað var frá hvaða löndum efnið er framleitt kom því ekki á óvart að mest af því er framleitt í Bandaríkjunum. Ein athyglisverðasta útkoman var þó eflaust að erlent efni er í meirihluta í íslensku sjónvarpi sem setur hið íslenska augljóslega í minnihluta. Fleiri rannsókna er þörf á þessu sviði til að auka vitneskju fólks á þessum atriðum, það er mikilvægt að fólk viti hvað býr að baki þess stóra afþreyingarmiðils sem sjónvarpið er.

Accepted: 
  • Jan 1, 2006
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/345


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
islsjonvarp.pdf299.31 kBOpenÍslenskt sjónvarp - heildPDFView/Open