Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34503
Previous research on meal kits suggests they have lower environmental impacts than groceries, while notably the packaging is a significant contributor in the case of meal kits. To counter this, there has been a call for more environmental assessments of possible changes to meal kit packaging.
This cradle-to-grave life-cycle assessment (LCA) evaluates the impacts of plastic packaging in Icelandic meal kits. It explores whether they can be mitigated through reusable packaging and increased recycling and incineration of plastic.
The results suggest that reusable packaging can drastically mitigate the environmental impact, with the most critical mitigation being on climate change impact and the depletion of fossil fuels. More material recycling improves the environmental impact to a lesser degree. Incineration provides no mitigation of climate change impact while decreasing slightly fossil depletion, as plastic replaces less polluting wood incineration.
The study is the first LCA on meal kit packaging to consider the whole life-cycle from cradle to grave. It represents an addition to the wider literature on the environmental implications of reusable packaging. It will hopefully add to our understanding of the contexts in which these are preferable to single-use packaging. Furthermore, it is hoped that more research on meal kits and the environment will create a knowledge base on the best practices for designing meal kit services in an eco-friendly way.
Fyrri rannsóknir gefa til kynna mildari umhverfisáhrif af matarpökkum en sambærilegum mat úr matvöruverslun. En þó eru pakkningarnar áberandi stór hluti umhverfisáhrifanna í tilfelli matarpakka. Af þeim sökum hefur verið kallað eftir frekari rannsóknum á leiðum til að minnka umhverfisáhrif pakkninganna.
Í þessari vistferilsgreiningu eru könnuð umhverfisáhrif plastpakkninga í matarpökkum á Íslandi frá hráefnavinnslu til sorpvinnslu, og hvort endurnotanlegar umbúðir, aukin sorpbrennsla og aukin endurvinnsla skili mildari umhverfisáhrifum.
Niðurstöður gefa til kynna að endurnotanlegar umbúðir minnki umhverfisáhrifin talsvert, og ber þar helst að nefna áhrif á hamfarahlýnun og jarðefnaeldsneytisþurrð. Meiri endurvinnsla minnkar umhverfisáhrifin í minni mæli. Meiri sorpbrennsla minnkar jarðefnaeldsneytisþurrð lítillega en minnkar ekki áhrif á hamfarahlýnun, því brennsla á plasti kemur í stað minna mengandi brennslu á skógarafurðum.
Vistferilsgreiningin er sú fyrsta sem skoðar pakkningar í matarpökkum frá hráefnavinnslu til sorpvinnslu. Hún er innlegg í lengri rannsóknarhefð á umhverfisáhrifum endurnotanlegra pakkninga og mun vonandi reynast mikilvæg í að greina undir hvaða kringumstæðum þær eru betri en einnota pakkningar. Jafnframt er vonast til að fleiri og fjölbreyttari rannsóknir á umhverfisáhrifum matarpakka muni leiða til betri þekkingargrunns um hvernig hægt er að hanna þjónustuna á vistvænni hátt.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Haflidi Eirikur Gudmundsson - Plastic packaging in meal kits a life cycle comparison of reusable and single use packaging.pdf | 2.2 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlysing um medferd lokaverkefna.pdf | 114.18 kB | Lokaður | Yfirlýsing |