is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/34509

Titill: 
  • Næringarþekking meðal íslensks afreksíþróttafólks og þjálfara þeirra. Þróun og forprófun á spurningalista
  • Titill er á ensku Nutrition knowledege among Icelandic elite athletes and their coaches. Development and pilot testing of a questionnaire
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Útdráttur er á ensku

    Diet plays a vital role in athletic performance and has to be adequate when it comes to the need for energy, macro- and micronutrients, fluids and timing of consumption. Research indicates that food intake of athletes often does not meet the dietary guidelines for this group. The reasons for inadequate dietary intake are multifactorial but seem partially affected by nutrition knowledge. Previous research has shown that nutrition knowledge among athletes is limited and little is known about the status in Iceland. The aim of this study was to assess the status of nutrition knowledge among Icelandic elite athletes and their coaches and to find and/or develop a convenient tool for Icelandic settings. Icelandic elite athletes (n=101) aged 19-38 years, 42 men and 59 women and their coaches (n=11) aged 24-56 years 8 men and 3 women, participated in the study. The study design was cross-sectional and assessed nutrition knowledge using questionnaires. In the collaboration of the Icelandic Sports and Olympic Federation and researchers an introduction letter and an electronic link to the questionnaires was distributed to the sports federations or directly to athletes, via e-mail. Total mean nutrition knowledge scores were 53.7 ± 12.6 among athletes and 63.2 ± 8.0 among coaches (p = .016). The total mean score of athletes in individual sport was higher than athletes in group sports (59.6 ± 9.4 vs. 50.5 ± 13.0, p = <.001). Ten of eleven coaches said they had advised their athletes on nutrition at some point. Athletes and coaches identified registered nutritionists/dietitians as their primary source of nutrition information and thereafter internet search. Nutrition knowledge could be better in both groups, especially among athletes. Sport federations and clubs should consider hiring a registered nutritionist/dietitian to ensure delivery of accurate information on sports nutrition. This would likely result in improved athletic performance.

  • Mataræði spilar stórt hlutverk þegar kemur að frammistöðu í íþróttum og þarf að uppfylla þörf fyrir orku, orkuefni, vítamín og steinefni og vökva, auk þess sem tímasetning máltíða skiptir máli. Rannsóknir á íþróttafólki erlendis hafa þó leitt í ljós að mataræði þeirra endurspeglar oft ekki þær ráðleggingar um næringu sem settar hafa verið fyrir þennan hóp. Ástæður fyrir ófullnægjandi fæðuinntöku eru margvíslegar, en þar getur næringarþekking haft áhrif. Rannsóknir hafa sýnt að næringarþekking íþróttafólks er takmörkuð en lítið er vitað um stöðu þekkingar á Íslandi. Markmiðið með rannsókninni var því að kanna næringarþekkingu hjá íslensku afreksíþróttafólki og þjálfurum þeirra en jafnframt að finna og/eða útbúa hentugt mælitæki fyrir íslenskar aðstæður byggt á erlendum fyrirmyndum. Íslenskt afreksíþróttafólk (n=101) á aldrinum 19-38 ára, 42 karlar og 59 konur og þjálfarar þeirra (n=11) á aldrinum 24-56 ára, 8 karlar og 3 konur, tóku þátt. Rannsóknin var þversniðsrannsókn þar sem næringarþekking var könnuð með spurningalistum. Kynningu á rannsókninni og hlekk á spurningalistana var dreift í tölvupósti, ýmist til íþróttafélaga eða íþróttafólks, í samstarfi Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands (ÍSÍ) og rannsakenda. Meðalskor á næringarþekkingu íþróttafólks var 53.7 ± 12.6 og þjálfara 63.2 ± 8.0 (p = .016). Íþróttafólk í einstaklingsíþróttum skoraði hærra en íþróttafólk í hópíþróttum (59.6 ± 9.4 vs. 50.5 ± 13.0, p = <.001). Tíu af ellefu þjálfurum sögðust hafa veitt íþróttafólki sínu ráðleggingar um næringu á einhverjum tímapunkti. Íþróttafólk og þjálfarar sögðust reiða sig mest á næringarfræðing/næringarráðgjafa í tengslum við upplýsingar um næringu og þar á eftir netleit. Næringarþekking mætti vera betri í báðum hópum, sérstaklega meðal íþróttafólks. Íþróttasambönd og -félög ættu að íhuga að ráða næringarfræðing til starfa til að tryggja að upplýsingar úr gagnreyndum vísindagreinum berist til bæði íþróttafólks og þjálfara. Þetta myndi líklega skila sér í bættri frammistöðu íþróttafólks.

Styrktaraðili: 
  • Íþróttasjóður RANNÍS
Samþykkt: 
  • 8.10.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/34509


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Mastersritgerd_LiljaG_lokautgafa.pdf827.09 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Doc Oct 08, 2019, 0856 (1).pdf370.77 kBLokaðurYfirlýsingPDF