is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/3451

Titill: 
  • Við eigum að vera dálítið þakklát fyrir að þau vilji koma til okkar í vinnu
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Samfélagsbreytingar síðustu ára kalla á nýjar áherslur innan fyrirtækja og einnig nýja stjórnunarhætti. Markmið þessarar rannsóknar er að kanna hvernig stjórnendur hugsa sér að mæta þörfum nýrrar kynslóðar, sem oft er nefnd kynslóð Y, á vinnumarkaði í náinni framtíð. Lagt var upp með spurninguna: Hvernig birtist viðhorf og sýn stjórnenda til kynslóðar Y? Til að svara spurningunni voru tekin hálfopin viðtöl við tíu ólíka stjórnendur um efnið. Við greiningu á viðtölunum var beitt hefðbundnum eigindlegum greiningaraðferðum og leitað að þemum til að lýsa hugmyndum viðmælendanna. Niðurstöðurnar sýna, að þessir stjórnendur eru allir sammála um, að koma kynslóðar Y á vinnumarkaðinn krefjist endurskoðunar fyrri starfs- og stjórnunarhátta. Þeir telja, að með Y kynslóðinni muni koma ný gildi og nýtt vinnusiðferði birtast á vinnumarkaðnum. Eins leiddu niðurstöðurnar í ljós að stjórnendurnir telja kynslóð Y ekki eins trygga og holla fyrirtækjum og fyrri kynslóðir hafa verið. Kynslóð Y setur vinnuna ekki í forgang, heldur persónuleg málefni ólíkt eldri kynslóðum. Eitt af því, sem ýtir undir breyttar áherslur, er hvernig fjölskyldumynstur hefur breyst og telja stjórnendurnir að lagasetning um feðraorlof vegi þungt, ásamt auknum réttindum beggja foreldra til þess að annast ung börn sín og taka virkan þátt í heimilisstörfum. Stjórnendurnir eru jafnframt sammála um að kynslóð Y búi yfir minni sveigjanleika en eldri kynslóðir. Við þessu þurfa vinnuveitendur að bregðast með auknum sveigjanleika. Helstu áherslurnar eru ýmis fríðindi, eins og sveigjanlegur vinnutími. Helstu kosti kynslóðar Y telja stjórnendurnir vera dugnað, metnað og löngun til þess að gera vel. Auk þess eru þeir allir sammála um að tæknikunnátta kynslóðar Y sé góð, sem gerir hana að eftirsóttu vinnuafli. Kynslóð Y er að þeirra mati vel menntuð en hefur haft fá tækifæri til að afla sér reynslu á vettvangi. Þeir telja það fyrirtækjum til framdráttar að gefa henni tækifæri til að afla sér starfsreynslu og að samstarf kynslóðanna muni efla starfsemi fyrirtækja.

Samþykkt: 
  • 14.2.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3451


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Gudrun_Helga_Magnusdottir_forsida_fixed.pdf22,43 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna
Gudrun_Helga_Magnusdottir_fixed.pdf518,55 kBOpinnMeginmálPDFSkoða/Opna