is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34510

Titill: 
 • Víkingaaldarsverð í nærmynd. Íslensk víkingaaldarsverð, gerð þeirra og uppruni
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Efnisorð: 
Útdráttur: 
 • Á Íslandi hafa fundist 24 sverð frá víkingaöld og þar af eru 20 greinanleg til gerðar. Gerðfræðileg greining sverðanna byggir á flokkunarkerfi Jan Petersens, sem hann birti árið 1919 í bók sinni De norske vikingesverd. En typologisk-kronologisk studie over vikingetidens vaaben. Gerðfræði Petersens er enn notuð sem aðalverkfærið til að greina gerð og aldur víkingaaldarsverða. Meirihluti íslensku sverðanna var greindur um miðja 20. öld en síðan þá hafa fleiri sverð fundist og margt bæst við í almennri þekkingu á víkingaaldarsverðum sem kallar á endurmat á þekkingu okkar á þessum gripum.
  Tvær rannsóknarspurningar voru lagðar til grundvallar:
  • Eru fyrri greiningar á íslenskum sverðum enn gildar?
  • Hefur niðurstaða Kristjáns Eldjárns, að hlutfall mismunandi gerða víkingaaldarsverða sé svipað hér og í Noregi, breyst með nýjum sverðfundum á síðari árum?
  Rannsóknin fólst í því að saminn var heildstæður gagnagrunnur yfir öll víkingaaldarsverð og sverðsbrot sem fundist hafa hér á landi, hverju sverði / sverðsbroti var lýst nákvæmlega og það borið saman við gerðfræði Petersens. Niðurstaðan er að ekki er ástæða til að breyta fyrri greiningum á gerðfræði íslenskra sverða. Varðandi hlutfall mismunandi gerða á Íslandi og í Noregi er erfitt að fá marktækar niðurstöður þar sem íslensk sverð eru svo fá og sum þeirra svo illa farin að ekki er að hægt að greina þau til gerða. Fjöldi greinanlegra sverða á Íslandi er aðeins tuttugu en um 1500 í Noregi. Meirihluti íslenskra sverða eða 65% eru skrautlaus „hversmanns vopn“ þar sem hjöltin eru knapplaus. Þau eru af gerðum M, Q og X. Í Noregi er hlutfall þessara gerða það sama eða 65% af heildarfjölda víkingaaldarsverða. Ef aftur á móti er litið til þeirra gerða skrautsverða sem hér hafa fundist (L, O, S, V) er hlutfall þeirra hér 35% en aðeins um 6% í Noregi. Athygli vekur að þá gerð sem er næstalgengust í Noregi (H/I, 23%) vantar alveg hér á landi. Nýir sverðfundir eða rannsóknir á sverðum hafa ekki breytt eldri niðurstöðum um hlutföllin en endurmat það sem hér er lagt fram beinir athyglinni að nýjum álitamálum sem krefjast frekari rannsókna.

 • Útdráttur er á ensku

  Twenty-four Viking Age swords or parts of sword have been found in Iceland. Twenty of them have been classified. Typological analysis and classification of Viking Age swords is based on Jan Petersen´s typology, published in his book De norske vikingesverd. En typologisk-kronologisk studie over vikingetidens vaaben in 1919. Majority of the Icelandic swords were type-analysed around the middle of the 20th century. Since then several new swords have been found and our knowledge of Viking Age swords in general has multiplied. This calls for re-assessment of our knowledge of the Icelandic swords.
  The re-assessment was based on two research questions:
  • Are the results of the earlier typological analyses of Icelandic swords still valid?
  • Is the proportional number of different sword types still similar in Iceland and in Norway, as Kristján Eldjárn concluded, or has it changed along with the new finds?
  The re-assessment was made by creating a database where all the Icelandic swords were described in detail. Each sword was then compared to Petersen’s typology. The results are that there is no need to change the earlier type-definitions, they are still valid. As to the proportional numbers of different sword-types in Iceland and in Norway it is difficult to get significant results since the Icelandic swords are so few and some of them so badly preserved that it is impossible to define their type. Only twenty of the Icelandic swords can be type-classified with certainty, while in Norway the corresponding number is around 1500. Majority of the Icelandic swords or 65% are plain “everyman’s swords” without pommel or other kind of decorations. These are types M, Q and X. In Norway the proportion of these types is the same or 65%. But if we take into consideration the highly decorated types which have been found in Iceland (L, O, S, V) their proportion is 35% in Iceland but only 6% in Norway. Attention is drawn to the fact that the type H/I which is the second most common in Norway (23%) has not been found in Iceland. The new finds or studies on swords have not changed the earlier conclusions about the proportions but the re-assessment presented here draws attention to new issues which call for further research.

Samþykkt: 
 • 8.10.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/34510


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA ritgerð Marjatta Ísberg.pdf3.27 MBLokaður til...30.10.2020HeildartextiPDF
Yfirlýsing frá Marjöttu Ísberg.pdf181.17 kBLokaðurYfirlýsingPDF