Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/34513
Inngangur: Stór fjöldi barna stunda íþróttir af einhverju tagi og mörg börn stunda tíðar og erfiðar æfingar strax frá unga aldri. Það getur haft neikvæðar afleiðingar í för með sér eins og ofþjálfun og álagsmeiðsli. Forvarnir og fræðsla til þjálfara, foreldra, forráðamanna og íþróttaiðkenda til að draga úr þessum þáttum, er ábótavant.
Rannsóknarspurning: Hvernig er hægt að nýta þekkingu um tengsl milli þjálfunarálags annars vegar og einkenna ofþjálfunarheilkennis og álagsmeiðsla hins vegar, til forvarna í íþróttaiðkun barna?
Aðferðir: Rannsóknarsnið rannsóknarinnar er fræðileg samantekt þar sem ýmsir gagnagrunnar voru notaðir og þýðið eru börn á aldrinum 5-18 ára.
Niðurstöður: Í megindráttum voru niðurstöður þeirra rannsókna sem skoðaðar voru að magn þjálfunarálags eykur áhættuna á álagsmeiðslum og neikvæðum sálrænum þáttum eins og kulnun. Einnig hafa þættir eins og kyn, kynþroski, vaxtarkippir og sérhæfing líka áhrif.
Ályktun: Álagsmeiðsli og einkenni ofþjálfunarheilkennis meðal barna og unglinga sem stunda íþróttir eru algengari en ásættanlegt er og gæti í mörgum tilfellum verið ástæða brottfalls þeirra frá íþróttaiðkun. Hægt væri að nýta það sem þekkt er í dag í forvörnum gegn afleiðingum of mikils þjálfunarálags og auka fræðslu um einkenni ofþjálfunarheilkennis. Þörf er á frekari rannsóknum um efnið til að geta sett fram nákvæmari viðmið.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
Nadia_Master Thesis_Final1.pdf | 969.94 kB | Open | Complete Text | View/Open | |
Skemman_Yfirlýsing_NadiaJ.pdf | 378.91 kB | Locked | Declaration of Access |