is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Auðlindadeild (2005-2016) > B.S. verkefni - Auðlindadeild >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34516

Titill: 
 • Saltát hrossa á húsi og nýting á steinefnastömpum
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Markmið rannsóknarinnar var þríætt, að meta saltát hrossa á húsi með frjálsan aðgang að saltsteini, að kanna áhrif forms saltgjafar á átið og að lokum kanna áhrif aðgangs-tíma á nýtingu steinefnastampa.
  Í tilraun I var mælt saltát hrossa í 9 vikur með því að mæla vikulega átið hjá 49 hestum sem höfðu ávallt frjálsan aðgang að saltsteini. Í tilraun II var gefið laust salt eða saltsteinn til að kanna áhrif forms saltgjafar á át. Til að meta áhrif aðgangstíma á steinefnaát var svo gerð tilraun III þar sem 4 hestar voru notaðir og meðferðin fólst í ólíkum aðgangstíma 1, 2, 4 og 24 klst. Í öllum tilraunum var notast við vikulega vigtun og daglegt át reiknað útfrá því.
  Niðurstöður úr tilraun I sýndu að flestir hestar éta að meðaltali 33.3 g/dag af salti frá saltsteini en frávikshlutfallið er 101,5% og því einstaklingsbreytileiki mikill. Ekki var marktækur munur (p = 0,24) milli ólíkra hópa hesta og sá hestur sem át mest salt var undirfóðraður. Tilraun II sýndi að hestar éta marktækt meira (p < 0,05) af grófu salti eða 170,5 g/dag en saltsteini 125,1 g/dag en einstaklingsmunur var marktækur. Í til-raun III reyndist ekki marktækur munur (p > 0,05) af aðgangstíma á átmagn melassa-bættrar steinefnablöndu en meðalátið var 211,9 g/dag.
  Almennt má álykta útfrá niðurstöðum í tilraunum I og II að húshestar með aðgang að salti fái nóg á hvaða formi sem það er gefið, en þó er einstaklingsbreytileiki mikill og bera að gæta þess. Hafi hestar frjálsan aðgang að salti er líklegt að hluti þeirra sé að éta óþarflega mikið salt sem hugsanlega má rekja til þess hvernig þeir eru haldnir fremur en til saltþarfa. Tilraun III sýndi að hross éta að meðaltali a.m.k fjórfalt magn umfram þarfir af melassagerðri steinefnablöndu og aðgangstími hefur ekki marktæk áhrif þar á. Einstakir hestar éta mjög mikið eða allt að sextán faldar þarfir

Athugasemdir: 
 • Útskrift frá:
  Háskólanum á Hólum - Hestafræðideild
  Landbúnaðarháskóla Íslands - Auðlindadeild
Samþykkt: 
 • 15.10.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/34516


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Saltát hrossa á húsi og nýting á steinefnastömpum.pdf466.24 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna