is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34517

Titill: 
  • Í kanínuholunni beið nýr raunveruleiki : þróun vaxtarhugarfars í skólastarfi
  • Titill er á ensku In the rabbit-hole awaited a new reality : using growth mindset theory in schooling
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í Aðalnámskrá grunnskóla er dregið fram mikilvægi þess að þjálfa með börnum hæfni til að geta lifað og starfað í því óræða samfélagi sem bíður þeirra. Í þessari starfendarannsókn leitast ég við að nýta mér kenningar Carol S. Dweck um vaxtarhugarfar (e. growth mindset) og festu hugarfar (e. fixed mindet) í skólastarfi með það að markmiði að skoða hvernig kennari geti með kennsluháttum sínum og orðræðu elft vaxtarhugarfar nemenda sinna og mögulega eigið hugarfar. Á rannsóknartímabilinu safnaði ég margvíslegum gögnum frá umsjónarnemendum mínum og mér sjálfri. Þau gögn voru m.a. í formi viðtala, ýmissa nemendaverkefna og dagbókarfærslna. Í ferlinu sjálfu varð það mér ljóst að stærsta áskorunin var í raun ég sjálf og eigið hugarfar. Óöryggi einkenndi fyrstu skrefin í rannsókninni en efnið sjálft var svo spennandi að ég gat ekki annað en elt það áfram, líkt og Lísa í Undralandi elti hvítu kanínuna ofan í holuna þar sem margvísleg ævntýri biðu. Eftir því sem leið á rannsóknina opnuðust ný tækifæri til samskipta við nemendur, mikilvægi trausts og umhyggju til grundvallar vinnu með vaxtarhugarfar og náms almennt kom skýrt fram og sömuleiðis var hlutverk starfsumhverfis stærra en ég hefði nokkurn tímann getað gert mér í hugarlund. Hin hvíta kanína, þ.e. rannsóknin um hvernig nýta mætti vaxtarhugarfar í skólaumhverfinu, leiddi mig ekki einungis út í nýtt ævintýri heldur inn í nýjan raunveruleika sem ætti að vera til staðar í öllu skólastarfi. Vinnan með vaxtarhugarfar gaf mér ekki einungis ný tæki og tól til að eiga samskipti við nemendur og leiðbeina þeim áfram heldur breytti hún einnig áherslu náms og kennslu og kom á fót tengslum milli kennara og nemenda sem ekki er víst að annars hefði náðst.

  • Útdráttur er á ensku

    It is important for teachers to help children develop various ways to use their knowledge and skills to solve omnifarious tasks in their studies and life, as the Icelandic national curriculum for compulsory schools emphasizes. In this action research, I use the theory of Carol S. Dweck regarding two types of mindsets, growth and fixed mindset, in my work as a teacher, with the aim to see how a teacher, with his teaching methods and type of discourse, can develop growth mindset within his students and perhaps his own mindset. During this research, I gathered data from my class and myself, e.g. student projects, my journal and group interviews. During the research I discovered that the biggest challenge was myself and my own mindset. I was very insecure in my first steps in this this research but the material itself was so exciting that I had to follow it down the rabbit-hole, just as Lisa in Wonderland followed the white rabbit down the hole and into world of wonder and adventures. As time went by the research led to new opportunities in interacting with students, the importance of care and trust in working with growth mindset and teaching became clear and the role of the work environment was larger than I could ever have imagined. The white rabbit, the research itself, didn‘t only bring the teacher on an adventure, it gave him a new reality that should exist in every area of schooling. Teaching and using the language of growth mindset did not only give me new ways in communicating with students and guide them but it also changed the focus of learning and teaching in my classroom and built stronger teacher-student relationship.

Samþykkt: 
  • 15.10.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/34517


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Í_kanínuholunni_beið_nýr_raunveruleiki_HildurLiljaGuðmundsdóttir.pdf3.22 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
skemman_yfirlysing_lokaverkefni_15.05.2019.pdf227.96 kBLokaðurYfirlýsingPDF