Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34519
Meistaraprófsritgerð þessi fjallar um viðhorf farsælla tónmenntakennara til starfs síns og starfsvettvangs. Einkum er litið til þróunar hlutverka- og fagvitundar þeirra út frá menntun, sérstaklega tónlistarnámi og annarri mótun. Sjónum er beint að eigin viðhorfi þeirra til tónmennta og að líðan þeirra í starfi. Ritgerðin byggir á viðtölum við níu starfandi tónmenntakennara í grunnskólum, sem hafa 4–31 árs kennslureynslu á sínu sviði.
Meginmarkmið ritgerðarinnar er að afla vísbendinga um hvað einkenni viðhorf og starfshugmyndir farsælla tónmenntakennara. Ef hægt er að greina einhverja þætti sem sameiginlegir eru tónmenntakennurum, sem sýna áhuga, frumkvæði og ánægju í starfi, kynni það því að vera mikilvæg vitneskja fyrir þá sem standa að menntun þeirra og búa þeim starfsskilyrði. Þetta er sérstaklega mikilvægt í ljósi þess hversu erfiðlega hefur reynst að fá tónmenntakennara til starfa undanfarin ár í grunnskólanum.
Meðal helstu niðurstaðna er að stuðningur skólastjóra er afar mikilvægur fyrir vellíðan og starfsumhverfi tónmenntakennara. Þrátt fyrir mismunandi nálgunarleiðir og aðferðir í kennslu, leggja allir viðmælendur áherslu á virkni nemenda og tónsköpun. Þeir líta fyrst og fremst á sig sem fagkennara í tónlist og taka ábyrgð á menningarmótun og tónlistarstarfi innan skólanna. Viðmælendur mínir hafa sterka fagvitund, sem í flestum tilvikum byggir á traustum grunni fagkunnáttu þeirra í tónlist og kennslu. Þeir eiga það sammerkt að hafa mikla trú á mikilvægi kennslu sinnar og hafa mótað sér skýra sýn og afstöðu til starfsins. Ánægja er með sveigjanleika námskrár í tónmennt þó nokkurra mótsagna gæti í afstöðu viðmælenda til hans.
This thesis is concerned with the views of successful elementary school music teachers, towards their work. It focuses on evolving role-identity and professional identities, in relation to general education, music education, occupational well-being and other significant factors. The thesis is based on interviews with nine practising elementary school music teachers who have between 4 and 31 years teaching experience.
The main purpose of this thesis is to gather clues as to whether the attitudes and practices of successful elementary school music teachers share common denominators. Should such common factors be identified among enthusiastic, pro-active and professionally fulfilled teachers, it could prove valuable for those responsible for music teachers’ education and working environment. Since it has often proven difficult to hire music teachers in Iceland’s elementary schools and keep them once hired, this information could be especially important for the future of music education in Iceland.
Results indicate that the support of school principals’ is particularly important to the teachers’ working environment and to their sense of well-being. In spite of differences in approach and practice in their teaching, all the participants emphasise creative student participation. They consider themselves first and foremost specialist teachers in music and they actively participate in moulding the overall culture of their respective schools. Teachers in the study have strong professional identities which, in most cases, are based on solid musical education and knowledge. They all believe in the importance of their teaching and
have developed a clear philosophical focus towards their job. They are content with the flexibility of the national music curriculum even though a contradiction in their attitudes toward that issue is observed.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Einhver svona Ali-Baba. Rannsókn á viðhorfum og starfsumhverfi farsælla tónmenntakennara.pdf | 681 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |