Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/3452
Markmið þessarar ritgerðar og aðalviðfangsefni hennar er fyrst og fremst að
leggja fram tillögu að gerð nýrrar íslenskrar táknmálsorðabókar en ekki síst að gefa
góða heildarlýsingu á hljóðkerfisfræðilegum og morfólógískum1 ferlum í táknmálum
almennt. Ritgerðin fjallar einna helst um fræðilegar forsendur fyrir gerð nýrrar
íslenskrar táknmálsorðabókar sem byggir á íslensku táknmáli auk hagnýtra forsenda
fyrir gerð hennar. Ekki verður leitast við að útlista hvernig hin fullkomna og
endanlega táknmálsorðabók á að vera, enda ekki víst að hún verði nokkurn tíma að
veruleika. Hér verður reynt að leggja fram raunhæfar tillögur sem standast þær
fræðilegu kröfur sem gera má til bóka af þessu tagi. Það er heldur ekki ætlunin að
veita nákvæm svör við þeim spurningum sem varpað er fram í textanum, því oftast er
ekki hægt að gefa eitt einhlítt svar. Rannsóknin er margþætt. Þau
rannsóknarviðfangsefni sem eru í brennidepli í ritgerðinni eru m.a.: hugsanlegir
notendur íslenskrar táknmálsorðabókar, hlutverk orðabókarinnar og hvernig hún muni
tengjast t.d. stöðlun íslensks táknmáls. Rannsóknin beinist einnig að því hvernig
efnisöflun fer fram, með tilliti til þess að íslenskt táknmál hefur ekki ritkerfi og tákn
eru ekki sérstaklega búin til í íslenska táknmálsorðabók, og hvað ákvarðar val á táknum í hana. Reynt verður að finna æskilega tilhögun á innbyrðis röðun flettiorða
og aðgangi að þeim. Auk þess verður komið inn á það hvers konar upplýsingar eru
gefnar upp um uppflettiorðið í flettugreininni. Einnig verður heildarútlit
orðabókarinnar skoðað, þ.e. hvað annað en flettuskrá er æskilegt að hafa í
orðabókinni.Ýmis vandamál sem tengjast framsetningu orðasafnseininga íslensks
táknmáls í nýja íslenska táknmálsorðabók og hugsanlegar úrlausnir þeirra verða
einnig athugaðar. Fyrirhugað er að táknmálsorðabókin verði á rafrænu formi og
verður kastljósinu því varpað að kostum og göllum þess útgáfuforms.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Nedelina_Ivanova_fixed.pdf | 1,37 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |