is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34520

Titill: 
  • Stoðkerfisverkir barna með CP sem geta gengið með eða án gönguhjálpartækja
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Um er að ræða fyrstu rannsókn á Íslandi sem kannar tíðni stoðkerfisverkja barna og unglinga á Íslandi með CP og verkjahegðun og áhrif verkja á daglegar athafnir. Rannsóknin nær til íslenskumælandi barna og unglinga á aldrinum 8-17 ára og foreldra þeirra. Börnin og unglingarnir geta öll gengið með eða án gönguhjálpartækja (göngugrind, staf eða hækju). Rannsókn af þessu tagi ýtir undir heildræna nálgun í heilbrigðiskerfinu og gefur heilbrigðisstarfsmönnum yfirsýn yfir stoðkerfisverki ákveðins hóp barna með CP hér á landi. Mikilvægt er að meðferðaraðilar geri sér grein fyrir algengi stoðkerfisverkja barna með CP og áhrifum þeirra á athafnir daglegs lífs og hegðun. Það er von rannsakanda að niðurstöður rannsóknarinnar nýtist þannig að unnt sé að bæta þjónustu enn frekar við börn og ungmenni með CP og foreldra þeirra og veita viðeigandi meðferð. Einnig getur rannsóknin verið upphaf eða kveikja að frekari rannsóknum á þessu svið

Samþykkt: 
  • 17.10.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/34520


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistaraverkefni_Ingibjorg.pdf1.68 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing um meðferð verkefnis.jpg107.19 kBLokaðurYfirlýsingJPG