Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/34525
Álag í starfi kennara getur verið mikið; að mörgu er að hyggja og áreiti oft töluvert. Áreitið getur verið margskonar en rannsóknir hafa sýnt fram á að hávaði sé eitt algengasta umkvörtunarefni kennara. Áhrif hávaðans á kennsluna og kennara eru margþætt en sérstaklega er hér litið til þeirra áhrifa sem hann hefur á rödd og raddbeitingu kennaranna.
Meginmarkið og tilgangur rannsóknarinnar er að kanna upplifun kennara á álagi og raddheilsu í tengslum við hávaða í tveimur ólíkum gerðum kennslurýma. Notast er við blandaða rannsóknaraðferð þar sem megindlegum og eigindlegum aðferðum er blandað saman með hálf opnum viðtölum og tölulegum niðurstöðum hávaðaskammtamælinga.
Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að fimm af þeim sex kennurum sem tóku þátt finnst þeir vera undir álagi í starfi sínu. Allir kennararnir voru sammála um að hávaði væri í kennslurými þeirra en eingöngu tveir kennaranna tóku skýrt fram að þeim þætti þeir undir álagi vegna hávaða. Þessir tveir kennarar komu hvor úr sinni gerð skóla. Hvað raddheilsu kennaranna varðar var litrófið breitt. Aðeins einn kennaranna hafði aldrei fundið fyrir raddþreytu, flestir höfðu fundið fyrir henni að einhverju leyti og einn þeirra hafði þurft að láta af störfum sem íþróttakennari vegna þeirra áhrifa sem starfið hafði á raddheilsu hans. Hávaðaskammtamælingarnar sýna að jafngildishávaði var heilt á litið nokkuð minni í opna skólanum og undir viðbragðsmörkum reglugerðar nr. 921 um hávaða, en fór yfir viðmiðunarmörk reglugerðarinnar í hefðbundna bekkjarkennsluskólanum. Þessar niðurstöður eru þvert á þá íslensku rannsókn sem helst er hægt að bera þessa saman við og má draga þá ályktun að það sé vegna þess mikla munar sem var á menntun og starfsreynslu samanburðarhópanna tveggja.
The teacher's job is a complicated job and can often be quite stressful. According to recent research, one of the things that teachers complain about most often is how loud their workplace is. The noise creates an extra burden on them that affects both their physical and emotional health. In this thesis, we look mainly to the effects that noise has on the teachers’ voice and their voice projection.
The aim of this study is to determine if teachers consider there to be a difference in the level of stress caused by noise depending on whether they teach in an open floorplan classroom or a classic classroom. Furthermore, the cause of that stress and the effects it has on the teachers’ voice health is investigated. A mixed research methodology was conducted; six teachers were interviewed and a Casella noise dosimeter measured the equivalent noise and noise peaks during one working day.
The findings indicate that five of the six participants felt under stress doing their job. All of them agreed that their workplace was noisy but only two of them were of the opinion that the noise was the cause of stress; one from each type of classroom environment. The teacher's voice health varied from one never having dealt with any type of voice issues to one having had to give up teaching sports, and everything in between. According to the results of the noise dosimeter, the equivalent noise was well within the national requirements at the open plan school while the classic school measured above the guideline limit. These findings contradict the most recent Icelandic study regarding noise levels in schools and can in all likelihood be explained by the vast difference in the teachers’ education and experience.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Helga_Kolbeinsd_M.Ed_Álag_á_kennara.pdf | 1.81 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |