is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/34526

Titill: 
  • Ótrúlega dýrmætt : tengsl grunnskóla við nærsamfélagið
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Því hefur lengi verið haldið fram að gott samstarf heimilis og skóla hafi jákvæð áhrif á árangur nemenda og til eru fjölmargar rannsóknir sem styðja þá kenningu. Kastljósinu hefur hins vegar síður verið beint að tengslum grunnskólans við nærsamfélagið og þeim áhrifum sem þau kunna að hafa, þrátt fyrir að kenningar þess eðlis séu ekki nýjar af nálinni. Undanfarin ár hefur þó orðið viss vitundarvakning varðandi kosti góðs sambands skóla við nærsamfélagið, rannsóknum og tilraunaverkefnum er það varða hefur fjölgað. Gott samband skóla við samfélagið í kring getur, líkt og samstarf heimilis og skóla, haft góð áhrif á árangur nemenda en að auki getur það eflt skólabrag og styrkt samfélagið og því er til mikils að vinna. Enn sem komið er hafa tengsl grunnskóla og nærsamfélags lítið verið könnuð hér á landi en stendur það til bóta líkt og erlendis. Sé litið á nám sem félagslegt ferli, líkt og John Dewey og Lev Vygotsky gerðu, má glöggt sjá að aðkoma samfélagsins að skólastarfi getur skipt heilmiklu máli. Það þarf jú heilt þorp til að ala upp barn, eins og sagt er.
    Markmið þessarar rannsóknar er að skoða hvernig samstarfi skóla og samfélags er háttað meðal nokkurra skóla hér við Eyjafjörð og hvernig upplifun kennara er af því. Við rannsóknina var stuðst við eigindleg viðtöl í anda fyrirbærafræði og rætt við umsjónarkennara í 1.-4. bekk í þremur grunnskólum við Eyjafjörð um hvert viðhorf þeirra og reynsla af tengslum við nærsamfélagið væri. Stuðst var við hálf-staðlaðan viðtalsramma og viðmælendum leyft að ræða saman og ígrunda eigið starf um leið.
    Niðurstöður rannsóknarinnar sýna fram á að vettvangsferðir og heimsóknir út fyrir skólann séu mest áberandi þáttur tengsla grunnskólanna við nærsamfélagið en heimsóknir rithöfunda og fyrirlesara fylgja þar á eftir. Skrifleg samskipti voru ekki áberandi í samræðunum en þó kom fram að mest öll upplýsingagjöf frá skólunum færi fram í gegnum heimasíðu skólanna, Mentor og Facebook. Upplifun og reynsla kennaranna af téðum samskiptum skóla og nærsamfélags var almennt góð og var jákvæðni ríkjandi þegar rætt var um hvað gert væri og hvað væri gaman að gera. Almennt var vilji fyrir að gera enn betur í þessum málum og jafnvel að reyna að virkja mannauðinn í nærsamfélaginu betur. Athygli vakti að stærsti skólinn horfði meira á erfiðleika og peninga en þeir minni og var jafnframt lágstemmdari í jákvæðni en hinir skólarnir.
    Þrátt fyrir að rannsóknin sé smá í sniðum gefa niðurstöðurnar vissar vísbendingar um að öflug tengsl skóla við nærsamfélagið bjóði upp á vissan ávinning fyrir nemendur og skólana í heild. Þá vakna einnig upp spurningar varðandi tímastjórnun og stundatöflur í skólum en það var helst talið til galla meðal viðmælenda að oft væri erfitt að sníða vettvangsferðir að stundatöflunni. Mikilvægi vettvangsferða fyrir nám nemendanna var þó ótvírætt og gildi þeirra því mikið. Þegar kemur að tengslum grunnskóla og nærsamfélags er ávinningurinn þónokkur fyrir nemendur, kennara, skólana sjálfa og samfélagið í heild og því til mikils að vinna að efla samstarfið enn frekar.

  • Útdráttur er á ensku

    For a long time it has been accepted that a good relationship between school and student homes (families) has a positive effect on the student‘s performance and there is a lot of literature and research support that theory. However, the spotlight has not yet reached the importance of the relationship between school and community and the effects it might have on students. Theories and ideas on that matter are far from new but it is not until recent years that people have started looking at the benefits of a good relationship between school and community and an increase in research on that matter has been seen. Strong connection between school and community can, just like between school and home, have a good impact on students‘ performance and grades but it can also have positive effect on school atmosphere and on the community as a whole. Until this day not much research on the relationship between school and community have seen the light of day, but just as in other countries there is an increase in interest. If we consider education a socially constructed process, like John Dewey and Lev Vygotsky did, it can be seen why the participation of community in schools can be of such importance. After all, it does take a village to raise a child. The goal of this study is to find out how the relationship between school and community is portrayed amongst a few schools located in Eyjafjörður, Iceland, and how teachers experience it. The research is based on qualitative group interviews inspired by phenomenology where teachers in grade 1-4 in three elementary schools were asked to share their insight on the connection between school and
    community. A semi-formed interview frame was designed with that in mind that participants could talk together and reflect on their views and work. The main findings suggest that field trips and visits outside of school are the most common way in how the schools communicate with community and little less frequent are visits from writers or lecturers
    and such. Written communication was not prominent but most of the information that is sent out from the schools goes through their websites, Mentor and Facebook. The teachers‘ overall experience of the relationship between school and community was good, and they were mostly positive about what they had done and what they would like to accomplish. Them wanting to do more and better in this regard, was very prominent, and they were interested in making better use of the social- and human capital found in the community. Interestingly the teachers of the biggest school had most issues with money and other difficulties and was also a slightly less positive than the others.
    Even though this research is small the findings show evidence that there is something to gain in a strong connection between school and community, both for students and for the school in whole. The most mentioned shortcoming in relationships between school and community is lack of time and difficulties adjusting trips and visits to the schedule. That raises some questions about time management in schools and schedule-making. The importance of field trips for students education is undeniable. When it comes to the relationship between school and community there are many benefits for students, teachers, the schools and the community and therefore there is a lot to gain in
    making the relationship even stronger.

Samþykkt: 
  • 21.10.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/34526


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
otrulegadyrmaett_MAritgerd_lokaskil.pdf570,7 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna