is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34532

Titill: 
 • Er tungumálið hindrun? : reynsla erlends starfsfólks af því að vinna á hjúkrunarheimilum á Íslandi
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Bakgrunnur rannsóknar: Á síðustu árum hefur fjöldi erlendra starfsmanna hjúkrunarheimila aukist umtalsvert. Þessi hópur starfsmanna þarfnast sértæks stuðnings og hjálpar við að aðlagast til að tryggja þeim vellíðan í starfi og öldruðum eins góða þjónustu og kostur er á.
  Tilgangur rannsóknar: Var að skoða reynslu erlends starfsfólks af störfum á hjúkrunarheimilum á Íslandi og mögulegar hindranir tengdar tungumálinu.
  Aðferð: Eigindleg rannsóknaraðferð var valin og gagna aflað með viðtölum við 20 erlenda starfsmenn fjögurra hjúkrunarheimila víðsvegar um Ísland. Viðtölin voru öll greind í yfir og undirþemu og textinn flokkaður samkvæmt innihaldi hverju sinni. Tilvitnanir sem lýstu sameiginlegri merkingu á reynslu þátttakenda voru teknar saman og þeim gefið nafn.
  Niðurstöður: Tungumálakunnátta þátttakenda var lítil sem engin í byrjun starfs. Fordómar frá samstarfsfólki, aðstandendum og íbúum hjúkrunarheimila kom fram í lýsingum þátttakenda, einkum og sér í lagi beindust þeir að einstaklingum af asískum uppruna. Fimm meginþemu komu fram: Íslenskan er lykillinn með undirþemun: Samskipti og sjálfstæði. Tungumálaerfiðleikar með undirþemun: Erfiði, kvíði og hræðsla. Fordómar með undirþemun: Aðstandendur, samstarfsfólk og íbúar. Ástríða fyrir starfinu með undirþemað: Virðing og umhyggja fyrir íbúum. Að aðlagast, vera opinn og læra tungumálið með undirþemað: Stuðningur. Innihald og merking allra þema voru sameinuð í kjarnaþemað: Íslenska er lykillinn að samskiptum og sjálfstæði fólks af erlendum uppruna og forsenda þess að aðlagast og vera fær um að vinna sína vinnu.
  Ályktanir: Leggja þarf aukna áherslu á tungumálakennslu erlendra starfsmanna í upphafi starfs og þjálfun í notkun tungumálsins í tengslum við umönnunarstarfið sem þeim er ætlað. Skortur á tungumálakunnáttu þessara einstaklinga getur valdið fordómum í þeirra garð. Að auki veldur kvíði og vanlíðan aukinni streitu sem fylgir því að skilja ekki eða eiga í erfiðleikum með að tjá sig í erfiðu starfi.
  Lykilorð: Innflytjendur, erlent starfsfólk, hjúkrunarheimili, líðan starfsaðlögun, starfsánægja, tungumál.

 • Útdráttur er á ensku

  Background: In the last few years the number of foreign workers in nursing homes has multiplied. This group of people needs support and adjustment to ensure their well-being in their job and providing the elderly the best possible service.
  Purpose of the study: Was to investigate foreign workers experiences of working in nursing homes in Iceland and possible hindrances linked to language barriers.
  Method: Qualitative approach was applied, and data gathered through interviews with 20 foreign workers, in four nursing homes in various communities in Iceland. The interviews were all analyzed into themes and sub- themes and text was categorized according to the content. Similar quotations describing participants’ experiences were condensed and labelled accordingly.
  Results: Participants’ knowledge of the language was almost none when they started working. Prejudice from relatives, coworkers and the residents themselves was described, especially towards those of Asian origin. Five main themes were identified: Icelandic is the key with the sub-themes: Communication and independence. Language barrier with the sub-themes: Difficulties, anxiety and fear. Prejudice with the sub-themes: Relatives, coworkers and residents. Passion for the job with the sub-theme: Respect and care for the residents. Adjustment, openness and learning the language with the sub-theme: Support. The main theme that unites these topics is: Icelandic language is the key to communication and independence of people of a foreign origin, it is the prerequisite of adjustment and being capable of doing the job at hand.
  Conclusions: It is necessary to emphasize language courses for foreign workers when they start working and train them in using the language in relation to the care they will provide. Lack of language skills among these individuals can cause prejudice towards them. Additionally, anxiety and general discomfort adds to the distress of not being able to understand or make themselves understandable in a difficult job.
  Keywords: Immigrants, foreign workers, nursing home, well-being, job adjustment, job satisfaction, language.

Samþykkt: 
 • 23.10.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/34532


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Gudrun B Jóhannesd__Lokaskjal_fyrir_Prent.pdf645.84 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna