is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Auðlinda- og umhverfisdeild (2017-2019) > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34533

Titill: 
 • Framtíð grafreita á Íslandi. Tillaga að gróðurgrafreitum
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Kirkjugarðar eru einstakir í menningarsögu okkar og á einhverjum tímapunkti munum við eiga leið þangað, hvort sem það er að syrgja ástvin eða leggjast til hvílu. Kirkjugarðar hafa að geyma stór og dýrmæt landsvæði í bæjum og borgum landsins en einnig hafa nýlegir kirkjugarðar verið staðsettir örlítið fyrir utan bæjarmörkin og hefur færst í aukana að tenging er gerð á milli þeirra og nærliggjandi útivistarsvæða. Fossvogskirkjugarður er dæmi um slíkt þar sem hann er í návist Öskjuhlíðar, öllujafna þakinn gróðri og þar af leiðandi býr hann yfir öðrum tilgangi sem er að binda koltvísýring. Í fjölda ára hefur hlýnun jarðar aukist til muna og hefur mannkynið og allt dýralífið fundið fyrir afleiðingum þess.
  Í þessu verkefni er fjallað um kirkjugarða og samspil þeirra við gróður og hvaða áhrif það hefur á umhverfið okkar í framtíðinni.
  Ef í boði væru fleiri valkostir til greftrunar en það sem við erum vön í dag, t.d. að enda sem planta, yrði þá ávinningur samfélagsins meiri?
  Mikilvægt er að skoða hvert við stefnum og endurskilgreina hlutverk kirkjugarða. Skoða hvað sé hægt að gera við slík landsvæði sem kirkjugarðar hafa, með auknu notagildi s.s. hluti af útivistarsvæði, ásamt því að græða upp landið og binda koltvísýring á skilvirkan og skjótann hátt.

Samþykkt: 
 • 24.10.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/34533


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS_2019_stefania_Agusta.pdf10.71 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna