Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/34538
Í þessari rannsókn er opinber stefnumótun um starfsþróun framhaldsskólakennara skoðuð. Tímabilið sem fjallað er um hefst með setningu laga um lögverndun á starfsheiti kennara árið 1986 og því lýkur í júní 2019 þegar Alþingi samþykkti ný lög um menntun kennara. Markmið verkefnisins er að kanna samband stefnumótunar stjórnvalda við starfsþróun framhaldsskólakennara.
Beitt var orðræðugreiningu á fyrirliggjandi gögn frá stjórnvöldum og kennarasamtökum um stefnumótun í málum sem varða starfsþróun framhaldsskólakennara. Rannsóknargögn voru 51 skjal af fernum toga. Fyrsta flokknum tilheyra lög, lagafrumvörp og þingsályktanir. Í öðrum flokknum eru reglugerðir og aðalnámskrár sem tengjast framhaldsskólastiginu. Þriðji flokkurinn er stefnumótunarskjöl úr mennta- og menningarmálaráðuneytinu og tengjast stefnumótun í málefnum framhaldsskólans. Í fjórða flokknum eru kjarasamningar og skjöl frá samtökum kennara sem varða stefnumótun um starfsþróun framhaldsskólakennara.
Í rannsókninni er sjónum beint að hugmyndum yfirvalda um starfsþróun á hverjum tíma og hvaða samband er á milli starfsþróunar kennara og opinberrar stefnu um skólaþróun. Niðurstöðurnar gefa til kynna að margt hefur áhrif á opinbera stefnu um starfsþróun kennara. Framhaldsskólinn á sér margs konar rætur og því hefur reynst erfitt að móta heildstæða stefnu fyrir hann. Að sama skapi eiga framhaldsskólakennarar sér margs konar bakgrunn og gegnum tíðina hefur fagmennska þeirra sem og starfsþróunarmöguleikar einkum tengst kennslugreinum þeirra. Við þetta bætist að samráð hefur skort milli þeirra sem setja stefnuna og þeirra sem fjármagna skólana. Stefnumótun um starfsþróun framhaldsskólakennara hefur af þessum sökum verið ómarkviss. Framhaldsskóli nútímans hefur þó fjölþættar þarfir fyrir skipulega starfsþróun kennara.
Styðja þarf við lærdómssamfélag framhaldsskólans og starfsumhverfi þar sem starfsfólk lærir hvert með öðru og hvert af öðru. Þá ætti að leggja áherslu á að menntun þroski nemendur og gefi þeim verkfæri til að takast á við framtíðina.
In this study, public policy relating to the professional development of upper secondary school teachers is examined. The period covered begins with the enactment of the Act on the Protection of Teachers' Job Title in 1986 and ends in June 2019, when the Icelandic Parliament passed a new law on teacher education.
Methods of the study were qualitative. A discourse analysis was used to research current documents from the government and from teacher associations that relate to professional development of upper secondary school teachers. Fifty-one official documents were divided into four categories. The first category includes laws, bills and parliamentary resolutions. The second category includes regulations and national curricula related to the upper secondary level. The third category includes policy documents that originate from the Ministry of Education, Science and Culture, which are related to policy formulation in upper secondary schools. The fourth category includes collective agreements and other documents from teachers' associations relating to the professional development of upper secondary school teachers.
The study focuses on the authorities' career development policies at any given time and the relationship between teacher professional development and concurrent public policy. The study shows that several factors impact public policy about teachers’ professional development. The diverse upper secondary school sector has developed from different roots and it has proved difficult to formulate a comprehensive policy for this level. At the same time, upper secondary school teachers come from a range of backgrounds and, over the years, their professionalism and career development opportunities have been particularly based upon their teaching subjects. In addition, there has been a lack of consultation between those who set the policy and those who fund the schools. Policies on the development of upper secondary school teachers have therefore been ineffective. Today's upper secondary school, however, has a diversity of needs for organised teacher development.
The ethos within upper secondary schools needs to change, in order to develop working environments in which staff are encouraged to learn together and from each other, so that students are supported in their development and provided with tools to deal with the future.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
M.Ed. 2019 Anna María Gunnarsdóttir.pdf | 1.07 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlýsing Anna María Gunnarsdóttir.pdf | 233.79 kB | Lokaður | Yfirlýsing |