is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34540

Titill: 
  • „Mér finnst ég hafa góða möguleika“ : áhrif leiðsagnarmats á nám nemenda á starfsbraut í framhaldsskóla
  • Titill er á ensku “I think that I have good prospects” : impact of formative assessment on students' education in the career-pathway study program in secondary school
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar var að fylgjast með og skoða hvernig markviss beiting leiðsagnarmats við nám og kennslu tveggja nemenda á starfsbraut í Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum hafði áhrif á nám og líðan þeirra. Rannsóknin fór fram haustið 2018. Verkefnið ber titilinn: „Mér finnst ég hafa góða möguleika“: Áhrif leiðsagnarmats á nám nemenda á starfsbraut í framhaldsskóla. Rannsóknarspurningin var: Hvaða áhrif hefur leiðsagnarmat á nemendur á starfsbraut í einum framhaldsskóla. Rannsóknin byggir á eigindlegum rannsóknaraðferðum og var unnin sem starfendarannsókn. Þeir sem komu að rannsókninni voru, auk rannsakanda, tveir nemendur starfsbrautar, aðrir kennarar á starfsbraut skólans sem og sérvalinn kennari sem var rannsóknarvinur höfundar í gegnum allt ferlið. Helstu gögn rannsóknarinnar voru rannsóknardagbók höfundar, vettvangsathuganir og samræður við rannsóknarvin og aðra samkennara. Niðurstöður leiddu í ljós að markviss beiting leiðsagnarmats fyrir nemendur starfsbrautarinnar hafði mjög góð áhrif á nám þeirra. Eftir því sem leið á önnina kom betur í ljós að með stöðugri endurgjöf og góðum undirbúningi sem drengirnir fengu fyrir tímana jókst sjálfstraust þeirra, þeir öxluðu meiri ábyrgð á eigin námi og breyttar áherslur í anda leiðsagnarmats höfðu jákvæð áhrif á traust milli kennara og nemenda. Á heildina litið varð því ljóst að leiðsagnarmat hefði haft jákvæð og góð áhrif á námsárangur og námsframvindu þessara nemenda á starfsbraut.

  • Útdráttur er á ensku

    The aim of this research was to monitor and examine whether systematic application of formative assessment for students in the career-pathway study program in the upper secondary school of Vestmannaeyjar (Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum) had a positive effect. The study took place in the fall of 2018. The project is titled: Impact of Assessment on Students' Education in the Career-Pathway Study Program in Secondary School. The subtitle "I Think That I Have Good Prospects," refers to a response that one participant wrote to a question submitted during the research process. The query was what impact the research would have for the participants by so strongly emphasizing assessment. The study is based on qualitative research techniques and was done as action research. Involved in the study, in addition to the researcher, were two students in the career-pathway study program, their teachers in this program, and a selected teacher who was a research assistant throughout the process. The main data of the study were the author's research journal, on-site examinations, collaboration with the research assistant, and dialogue. The results of the study revealed that systematic application of formative assessment of students on the career-pathway program had very good influence on student learning. As the semester progressed, it became more and more apparent that with continuous feedback and good preparation that the students received before class, their self-confidence increased. They gained more responsibility for their studies and it had a positive effect on trust between the teachers and students. The results thus revealed that formative assessment has a positive and affirmative effect on student achievement and student progressforstudentsin the career-pathway study program.

Samþykkt: 
  • 29.10.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/34540


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlýsing.pdf172.16 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Kristjana Ingibergsdóttir MEd-lokaeintak-nýtt.pdf649.04 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna